Hreyfiaflið er í skólastofunni Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:30 Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. Eigi lög um mismunun að virka þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting; breyta þarf viðhorfum til kynhlutverka og staðalmynda, efna þarf til vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi og kynskipt náms- og starfsval svo nefnd séu dæmi. Hvernig er hægt að breyta viðhorfum? Jú, í skólakerfinu sem er stærsti félagsmótunaraðilinn ef frá er talin fjölskyldan og hefur skólakerfið ekki aðeins lagalega skyldu til að sinna jafnréttisfræðslu heldur líka siðferðilega. Ísland hefur á undanförnum árum trónað hæst á lista yfir ríki þar sem kynjajafnrétti er hvað mest. Jafnréttisbaráttan á Íslandi hefur verið árangursrík í mörgu tilliti og hér ríkir lagalegt jafnrétti kynjanna. Í 15. grein jafnréttislaga kveður á um að „[á] öllum skólastigum skulu nemendur hljóta jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks.“ Áþekkt ákvæði öllu óskýrara var í eldri lögum en ljóst er að þessari skyldu hefur ekki verið sinnt nema að litlu leyti. Aðalnámskrár allra skólastiga boða jafnrétti sem grunnþátt menntunar, sem þýðir að jafnrétti eigi að vera samþætt í allt skólastarf, svo er ekki. Jafnréttisnæmi stuðlar að betra samfélagi Jafnréttissjónarmið verða að vera eðlilegur og sjálfsagður hluti af öllu skólastarfi og lífi nemenda og til þess að það gerist þarf allt starfsfólk skóla að búa yfir jafnréttisnæmi. Jafnréttisnæmi er grundvallarþekking á stöðu kynjanna í samfélaginu, þjálfun og hæfni í að grípa til aðgerða í skólastofu þegar neikvæð orðræða um kyn ber á góma, greining kennsluefnis með tilliti til kynjasjónarmiða og meðvitund um kynjuð samskipti kennara og nemenda. Jafnréttisnæmi hefur það að markmiði að stuðla að betra samfélagi með því að fá nemendur, kennara og starfsfólk skóla til að horfa á jafnrétti frá öllum hliðum, innleiða jafnréttishugsun í allt skólastarf og líf nemenda og kennara. Útskrifaðir nemendur munu líta á jafnrétti sem sjálfsögð lífsgæði og réttindi allra og lifa samkvæmt því. Félagslíf nemenda þarf að jafnréttisvæða Duldu námskrána má enginn vanmeta því þar þarf að huga að aðgerðum stjórnenda gagnvart starfsfólki og nemendum, til dæmis að gætt sé kynjasamþættingar við breytingar og útdeilingu fjármuna eða annarra gæða. Einnig þarf félagslíf nemenda að vera jafnréttisvætt, forysta nemenda þarf að fá sérstaka jafnréttisfræðslu, jafnréttisáætlun nemenda þarf að vera nákvæm, skýr og lifandi þannig að þegar viðburðir eru valdir eða félagslíf skipulagt er þess gætt að stutt sé við jafnréttisáætlun og jafnréttismenntun, en ekki grafið undan því starfi sem sinnt er. Of algengt er að að eitt kyn sé ráðandi í vali á skemmtikröftum á hinum ýmsu skemmtunum bæði í skólum og hjá íþróttafélögum. Það endurspeglar ekki jafnréttishugsun. Aðkeypt fræðsla er algeng í skólum. Mikilvægt er að þekkja vel aðferðafræði og málflutning þeirra, sem keyptir eru til að uppfræða nemendur um jafnrétti, kynjaímyndir og kynhegðun. Fræðslan verður að styðja við það jafnréttisstarf sem unnið er í skólanum en ekki gegn því. Hafa verður í huga að slíkar heimsóknir eru engan veginn nóg eða fullnægjandi til að uppfylla kröfur um vandaða kyn- og kynjafræðslu og jafnréttismenntun í víðara samhengi, væntingar nemenda og siðferðis- og lagalegar skyldur skólakerfisins eru meiri en svo. Kallað eftir breytingum Hvert skólastig og hver skóli þarf að hafa beina kyn- og kynjafræðslu við hæfi fyrir alla nemendur reglulega. Góður skóli sem veitir gæðamenntun er með kennara sem geta sinnt beinni kyn- og kynjafræðslu. Ljóst er að fræðsla af þessu tagi er oft og tíðum viðkvæm s.s. umræða um ofbeldi. Gera má ráð fyrir að í hverjum nemendahópi séu brotaþolar og þarf kennari að hafa færni og forsendur til að takast á við slíkar aðstæður. Leggja verður kapp á að mennta verðandi kennara til verksins og hleypa nýju lífi í starfsþróun þeirra sem fyrir eru. Ljóst er að þær samfélagsbreytingar sem fylgja #metoo kalla eftir breytingum í samfélaginu og um leið í skólum landsins. Nemendur hafa til langs tíma kallað eftir breytingum. Vert er að nefna að stjórn Landssamtaka íslenskra stúdenta sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu við bréfi jafnréttisnefndar KÍ þar sem hvatt var til að jafnréttis- og kynjafræði verði kennd í allri kennaramenntun á Íslandi og segir það meira en mörg orð um ákall námsmanna eftir breytingum. Nemendahópar eins og femínistafélög í skólum hafa einnig kallað eftir meiri kyn- og kynjafræði í skólakerfinu. Einnig hefur Kvenréttindafélag Íslands stutt málflutning jafnréttisnefndar KÍ um langa hríð. Skólakerfið gegnir lykilhlutverki í því að móta viðhorf og vekja samfélagið til meðvitundar. Jafnréttisvæða þarf skólakerfið í heild sinni svo það verði hluti af lausninni en ekki vandanum. Víðtækari skilgreining á jafnréttishugtakinu er sjálfsagður hluti af og framhald af kyn- og kynjafræði. Heildstæð hugsun um jafnréttismenntun verður að vera hluti af því markmiði að auka jafnrétti í samfélaginu. Án kerfisbundinnar aðkomu skólakerfisins munum við ekki ná fullu jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Grunnskólar Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. Eigi lög um mismunun að virka þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting; breyta þarf viðhorfum til kynhlutverka og staðalmynda, efna þarf til vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi og kynskipt náms- og starfsval svo nefnd séu dæmi. Hvernig er hægt að breyta viðhorfum? Jú, í skólakerfinu sem er stærsti félagsmótunaraðilinn ef frá er talin fjölskyldan og hefur skólakerfið ekki aðeins lagalega skyldu til að sinna jafnréttisfræðslu heldur líka siðferðilega. Ísland hefur á undanförnum árum trónað hæst á lista yfir ríki þar sem kynjajafnrétti er hvað mest. Jafnréttisbaráttan á Íslandi hefur verið árangursrík í mörgu tilliti og hér ríkir lagalegt jafnrétti kynjanna. Í 15. grein jafnréttislaga kveður á um að „[á] öllum skólastigum skulu nemendur hljóta jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks.“ Áþekkt ákvæði öllu óskýrara var í eldri lögum en ljóst er að þessari skyldu hefur ekki verið sinnt nema að litlu leyti. Aðalnámskrár allra skólastiga boða jafnrétti sem grunnþátt menntunar, sem þýðir að jafnrétti eigi að vera samþætt í allt skólastarf, svo er ekki. Jafnréttisnæmi stuðlar að betra samfélagi Jafnréttissjónarmið verða að vera eðlilegur og sjálfsagður hluti af öllu skólastarfi og lífi nemenda og til þess að það gerist þarf allt starfsfólk skóla að búa yfir jafnréttisnæmi. Jafnréttisnæmi er grundvallarþekking á stöðu kynjanna í samfélaginu, þjálfun og hæfni í að grípa til aðgerða í skólastofu þegar neikvæð orðræða um kyn ber á góma, greining kennsluefnis með tilliti til kynjasjónarmiða og meðvitund um kynjuð samskipti kennara og nemenda. Jafnréttisnæmi hefur það að markmiði að stuðla að betra samfélagi með því að fá nemendur, kennara og starfsfólk skóla til að horfa á jafnrétti frá öllum hliðum, innleiða jafnréttishugsun í allt skólastarf og líf nemenda og kennara. Útskrifaðir nemendur munu líta á jafnrétti sem sjálfsögð lífsgæði og réttindi allra og lifa samkvæmt því. Félagslíf nemenda þarf að jafnréttisvæða Duldu námskrána má enginn vanmeta því þar þarf að huga að aðgerðum stjórnenda gagnvart starfsfólki og nemendum, til dæmis að gætt sé kynjasamþættingar við breytingar og útdeilingu fjármuna eða annarra gæða. Einnig þarf félagslíf nemenda að vera jafnréttisvætt, forysta nemenda þarf að fá sérstaka jafnréttisfræðslu, jafnréttisáætlun nemenda þarf að vera nákvæm, skýr og lifandi þannig að þegar viðburðir eru valdir eða félagslíf skipulagt er þess gætt að stutt sé við jafnréttisáætlun og jafnréttismenntun, en ekki grafið undan því starfi sem sinnt er. Of algengt er að að eitt kyn sé ráðandi í vali á skemmtikröftum á hinum ýmsu skemmtunum bæði í skólum og hjá íþróttafélögum. Það endurspeglar ekki jafnréttishugsun. Aðkeypt fræðsla er algeng í skólum. Mikilvægt er að þekkja vel aðferðafræði og málflutning þeirra, sem keyptir eru til að uppfræða nemendur um jafnrétti, kynjaímyndir og kynhegðun. Fræðslan verður að styðja við það jafnréttisstarf sem unnið er í skólanum en ekki gegn því. Hafa verður í huga að slíkar heimsóknir eru engan veginn nóg eða fullnægjandi til að uppfylla kröfur um vandaða kyn- og kynjafræðslu og jafnréttismenntun í víðara samhengi, væntingar nemenda og siðferðis- og lagalegar skyldur skólakerfisins eru meiri en svo. Kallað eftir breytingum Hvert skólastig og hver skóli þarf að hafa beina kyn- og kynjafræðslu við hæfi fyrir alla nemendur reglulega. Góður skóli sem veitir gæðamenntun er með kennara sem geta sinnt beinni kyn- og kynjafræðslu. Ljóst er að fræðsla af þessu tagi er oft og tíðum viðkvæm s.s. umræða um ofbeldi. Gera má ráð fyrir að í hverjum nemendahópi séu brotaþolar og þarf kennari að hafa færni og forsendur til að takast á við slíkar aðstæður. Leggja verður kapp á að mennta verðandi kennara til verksins og hleypa nýju lífi í starfsþróun þeirra sem fyrir eru. Ljóst er að þær samfélagsbreytingar sem fylgja #metoo kalla eftir breytingum í samfélaginu og um leið í skólum landsins. Nemendur hafa til langs tíma kallað eftir breytingum. Vert er að nefna að stjórn Landssamtaka íslenskra stúdenta sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu við bréfi jafnréttisnefndar KÍ þar sem hvatt var til að jafnréttis- og kynjafræði verði kennd í allri kennaramenntun á Íslandi og segir það meira en mörg orð um ákall námsmanna eftir breytingum. Nemendahópar eins og femínistafélög í skólum hafa einnig kallað eftir meiri kyn- og kynjafræði í skólakerfinu. Einnig hefur Kvenréttindafélag Íslands stutt málflutning jafnréttisnefndar KÍ um langa hríð. Skólakerfið gegnir lykilhlutverki í því að móta viðhorf og vekja samfélagið til meðvitundar. Jafnréttisvæða þarf skólakerfið í heild sinni svo það verði hluti af lausninni en ekki vandanum. Víðtækari skilgreining á jafnréttishugtakinu er sjálfsagður hluti af og framhald af kyn- og kynjafræði. Heildstæð hugsun um jafnréttismenntun verður að vera hluti af því markmiði að auka jafnrétti í samfélaginu. Án kerfisbundinnar aðkomu skólakerfisins munum við ekki ná fullu jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun