Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti