Frumkvöðlasjósund, hönnunarkeppni gervifóta og íslenskt wasabi Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2021 11:31 Stofnendur hátíðarinnar eru (f.v) Freyr Hólm Ketilsson, Edda Konráðsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Aðsend Nýsköpunarvikan verður haldin þann 26. maí til 2. júní næstkomandi en þar gefst fyrirtækjum og frumkvöðlum kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum. Er hátíðinni ætlað að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja þar sem framúrstefnulegar lausnir, ólík sköpunarferli og kraftmiklir frumkvöðlar fá notið sín. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýsköpunarviku en fyrstu viðburðir hátíðarinnar voru kynntir í dag. Vilja vera markaðsgluggi út í heim Að sögn skipuleggjenda er Nýsköpunarvikan hugsuð sem vettvangur fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila til að kynnast nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný viðskiptasambönd og tengsl. Hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra. „Okkar tilfinning er sú að það sé tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki hér á landi, en vandi flestra snýr að því að skala og vaxa út fyrir landsteinanna. Við vildum leggja okkar af mörkum og þess vegna stofnuðum við Nýsköpunarvikuna sem á að vera þessi markaðsgluggi út í heim. Nú er hægt að beina frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum áhugasömum um íslenska nýsköpun á hátíðina þar sem hægt er að sjá og upplifa þverskurðinn af öllu því sem er í gangi,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, ein af stofnendum Nýsköpunarviku, í tilkynningu. Eftirtaldir viðburðir voru kynntir í dag og verða hluti af dagskrá hátíðarinnar: Setning Nýsköpunarvikunnar í Grósku Feed the Viking: Frumkvöðlasjósund - Tánum dýft í Atlantshafið Flóra útgáfa: Getur samfélagsdrifin nýsköpun skilað hagnaði? Háskóli Íslands: Skyndikynni af sprotafyrirtækjum HÍ Háskóli Íslands: Nýsköpun í sjávarútvegi – gönguferð við Reykjavíkurhöfn Mannvit: Opinn fyrirlestur um sjálfbærni og Nýsköpun í verkfræðigeiranum Össur: Life without limitations - Breakthrough innovation for elderly amputees Matarboðið: Tempeh pop up á Von Mathús með Vegangerðinni Nýsköpunarskál - Árshátíð Nýsköpunar á Íslandi Aranja: Tæknifrumkvöðlar deila reynslusögum Nordic Wasabi: heimsókn í nýjar höfuðstöðvar og saga fyrirtækisins kynnt Hönnunarkeppni Össur og Listaháskóla Íslands - Hönnuðir framtíðarinnar hanna fótaskel á gervifætur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins: Mannauðsmál, liðsheild, teymi, ráðningar og fyrirtækjamenning sprotafyrirtækja Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins: Verðmat sprotafyrirtækja, áhugaverð erindi og pallborðsumræður Að sögn skipuleggjenda verður Nýsköpunarvikan blanda af viðburðum sem fara fram í eigin persónu og í streymi. Hún verður því ekki einskorðuð við eitt húsnæði eða ráðstefnusal heldur fer fram út um land allt. Meðal þeirra aðila sem taka þátt í ár eru SaltPay, Össur, Marel, CCP, Háskóli Íslands, Íslandsbanki, Jökulá, Brim, Rannís, Vísindagarðar, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Frumtak, Icelandair, Reykjavíkurborg, Mjólkursamsalan, Nordic Wasabi, Rata, Aranja, Flóra útgáfa, Feed the Viking, Vegangerðin, Saltverk, Digido, Hugverkastofa, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. 21. maí 2020 11:30 Bein útsending: Nýsköpunarvikan hefst í dag Nýsköpunarvikan hefst í dag og stendur til 7. október. Setningin hefst klukkan 15 og verður streymt hér á Vísi og á heimasíðu hátíðarinnar www.nyskopunarvikan.is. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Er hátíðinni ætlað að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja þar sem framúrstefnulegar lausnir, ólík sköpunarferli og kraftmiklir frumkvöðlar fá notið sín. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýsköpunarviku en fyrstu viðburðir hátíðarinnar voru kynntir í dag. Vilja vera markaðsgluggi út í heim Að sögn skipuleggjenda er Nýsköpunarvikan hugsuð sem vettvangur fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila til að kynnast nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný viðskiptasambönd og tengsl. Hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra. „Okkar tilfinning er sú að það sé tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki hér á landi, en vandi flestra snýr að því að skala og vaxa út fyrir landsteinanna. Við vildum leggja okkar af mörkum og þess vegna stofnuðum við Nýsköpunarvikuna sem á að vera þessi markaðsgluggi út í heim. Nú er hægt að beina frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum áhugasömum um íslenska nýsköpun á hátíðina þar sem hægt er að sjá og upplifa þverskurðinn af öllu því sem er í gangi,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, ein af stofnendum Nýsköpunarviku, í tilkynningu. Eftirtaldir viðburðir voru kynntir í dag og verða hluti af dagskrá hátíðarinnar: Setning Nýsköpunarvikunnar í Grósku Feed the Viking: Frumkvöðlasjósund - Tánum dýft í Atlantshafið Flóra útgáfa: Getur samfélagsdrifin nýsköpun skilað hagnaði? Háskóli Íslands: Skyndikynni af sprotafyrirtækjum HÍ Háskóli Íslands: Nýsköpun í sjávarútvegi – gönguferð við Reykjavíkurhöfn Mannvit: Opinn fyrirlestur um sjálfbærni og Nýsköpun í verkfræðigeiranum Össur: Life without limitations - Breakthrough innovation for elderly amputees Matarboðið: Tempeh pop up á Von Mathús með Vegangerðinni Nýsköpunarskál - Árshátíð Nýsköpunar á Íslandi Aranja: Tæknifrumkvöðlar deila reynslusögum Nordic Wasabi: heimsókn í nýjar höfuðstöðvar og saga fyrirtækisins kynnt Hönnunarkeppni Össur og Listaháskóla Íslands - Hönnuðir framtíðarinnar hanna fótaskel á gervifætur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins: Mannauðsmál, liðsheild, teymi, ráðningar og fyrirtækjamenning sprotafyrirtækja Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins: Verðmat sprotafyrirtækja, áhugaverð erindi og pallborðsumræður Að sögn skipuleggjenda verður Nýsköpunarvikan blanda af viðburðum sem fara fram í eigin persónu og í streymi. Hún verður því ekki einskorðuð við eitt húsnæði eða ráðstefnusal heldur fer fram út um land allt. Meðal þeirra aðila sem taka þátt í ár eru SaltPay, Össur, Marel, CCP, Háskóli Íslands, Íslandsbanki, Jökulá, Brim, Rannís, Vísindagarðar, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Frumtak, Icelandair, Reykjavíkurborg, Mjólkursamsalan, Nordic Wasabi, Rata, Aranja, Flóra útgáfa, Feed the Viking, Vegangerðin, Saltverk, Digido, Hugverkastofa, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. 21. maí 2020 11:30 Bein útsending: Nýsköpunarvikan hefst í dag Nýsköpunarvikan hefst í dag og stendur til 7. október. Setningin hefst klukkan 15 og verður streymt hér á Vísi og á heimasíðu hátíðarinnar www.nyskopunarvikan.is. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. 21. maí 2020 11:30
Bein útsending: Nýsköpunarvikan hefst í dag Nýsköpunarvikan hefst í dag og stendur til 7. október. Setningin hefst klukkan 15 og verður streymt hér á Vísi og á heimasíðu hátíðarinnar www.nyskopunarvikan.is. 30. september 2020 07:00