Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag? Kristófer Már Maronsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun