Þrír til að fylgjast með hjá Dönum: Næstum því seldur til Aston Villa og „floppið“ hjá Kompany Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 07:01 Danirnir áttu ansi góðan leik á fimmtudag. Peter Zador/Getty Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Dönum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Ungverjalandi. Íslenska liðið fékk gegn Rússum í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag á meðan Danir unnu 1-0 sigur á Frökkum. Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021 EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti