Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2021 12:26 Í heild hafa þrettán greinst með COVID-19 smit í Laugarnesskóla; tólf nemendur og einn kennari. Reykjavíkurborg Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Gosið gæti verið „endurtekið efni“ „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Gosið gæti verið „endurtekið efni“ „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46