Flestir úr Breiðabliki í EM-hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 11:30 Willum Þór Willumsson er einn sex uppaldra Blika í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. vísir/bára Flestir í hópi íslenska U-21 árs landsliðsins, sem hefur leik á EM í dag, koma úr Breiðabliki. Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson
EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira