Flestir úr Breiðabliki í EM-hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 11:30 Willum Þór Willumsson er einn sex uppaldra Blika í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. vísir/bára Flestir í hópi íslenska U-21 árs landsliðsins, sem hefur leik á EM í dag, koma úr Breiðabliki. Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson
EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira