Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 16:00 Davíð Snorri Jónasson stýrir U21-landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Rússlandi í Ungverjalandi á morgun. vísir/Sigurjón „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. Ísland mætir Rússlandi klukkan 17 á morgun í fyrsta leiknum á EM. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A-landsliðsins, glotti þegar hann rifjaði upp á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag að spennustigið hefði verið hátt þegar hann mætti í sinn fyrsta leik á EM U21-landsliða, í Danmörku fyrir tíu árum. Hann hefði að minnsta kosti fengið rautt spjald í leiknum. Davíð Snorri var spurður hvernig spennustigið væri hjá hinum nýju EM-förum í Ungverjalandi. Hann hefur þjálfað þá í mjög stuttan tíma í U21-landsliðinu en þekkir þá einnig frá störfum sínum með önnur yngri landslið Íslands: „Ég upplifi þetta þannig að það sé góð stemning og góður gír í mönnum, en jafnframt mikil einbeiting. Auðvitað eru menn spenntir og ég finn að spennustigið er á mjög góðu róli. Við erum með gott jafnvægi á milli þess að vera mjög einbeittir og að vera bara við sjálfir,“ sagði Davíð Snorri í Györ í dag. Stærsta sviðið og því fylgir meiri athygli Jón Dagur Þorsteinsson er fyrirliði íslenska liðsins og hlakkar til að berjast við Rússana á morgun. Kórónuveirufaraldurinn kemur í veg fyrir að íslenskir stuðningsmenn geti flykkst til Ungverjalands líkt og þeir gerðu í Danmörku fyrir tíu árum, en Jón Dagur segir menn þó finna áhuga þjóðarinnar. „Auðvitað er þetta stærsta sviðið. Við áttum flotta undankeppni og maður fann það í gegnum undankeppnina að það voru alltaf meiri og meiri viðbrögð við öllu. Það er bara jákvætt. Það er ástæðan fyrir því að maður í þessu. Maður vill komast sem lengst og því fylgir meiri athygli þegar maður er kominn á þennan stað,“ sagði Jón Dagur. U21 karla mætir Rússlandi á morgun, fimmtudag, í fyrsta leik á EM 2021.Hér má sjá mörk strákana gegn Írlandi þegar þeir tryggðu sér sæti í lokakeppninni með 2-1 sigri ytra.The goals against Rep. of Ireland that clinched a place at EURO 2021.#fyririsland pic.twitter.com/BingOs7qym— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2021 Jón Dagur segir markmið Íslands skýrt: „Auðvitað förum við í þetta með það markmið að komast upp úr þessum riðli. Fyrst og fremst erum við komnir hingað með það að markmiði að njóta þess að spila fótbolta og gera okkar besta. Þetta er gríðarleg reynsla fyrir hópinn en okkar markmið er skýrt og það er að komast upp úr riðlinum,“ sagði Jón Dagur en til þess þarf Ísland að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Fyrsti leikur er við Rússa á morgun. Ísland mætir Danmörku á sunnudag og loks Frakklandi næsta miðvikudag. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01 Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00 Bjartsýnn að Valgeir og Andri Fannar verði klárir gegn Rússum Vonast er til að þeir Valgeir Lunddal Friðriksson og Andri Fannar Baldursson verði klárir í slaginn fyrir fyrsta leik U-21 árs landsliðsins á EM á morgun. 24. mars 2021 13:18 „Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM. 18. mars 2021 15:41 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Ísland mætir Rússlandi klukkan 17 á morgun í fyrsta leiknum á EM. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði A-landsliðsins, glotti þegar hann rifjaði upp á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag að spennustigið hefði verið hátt þegar hann mætti í sinn fyrsta leik á EM U21-landsliða, í Danmörku fyrir tíu árum. Hann hefði að minnsta kosti fengið rautt spjald í leiknum. Davíð Snorri var spurður hvernig spennustigið væri hjá hinum nýju EM-förum í Ungverjalandi. Hann hefur þjálfað þá í mjög stuttan tíma í U21-landsliðinu en þekkir þá einnig frá störfum sínum með önnur yngri landslið Íslands: „Ég upplifi þetta þannig að það sé góð stemning og góður gír í mönnum, en jafnframt mikil einbeiting. Auðvitað eru menn spenntir og ég finn að spennustigið er á mjög góðu róli. Við erum með gott jafnvægi á milli þess að vera mjög einbeittir og að vera bara við sjálfir,“ sagði Davíð Snorri í Györ í dag. Stærsta sviðið og því fylgir meiri athygli Jón Dagur Þorsteinsson er fyrirliði íslenska liðsins og hlakkar til að berjast við Rússana á morgun. Kórónuveirufaraldurinn kemur í veg fyrir að íslenskir stuðningsmenn geti flykkst til Ungverjalands líkt og þeir gerðu í Danmörku fyrir tíu árum, en Jón Dagur segir menn þó finna áhuga þjóðarinnar. „Auðvitað er þetta stærsta sviðið. Við áttum flotta undankeppni og maður fann það í gegnum undankeppnina að það voru alltaf meiri og meiri viðbrögð við öllu. Það er bara jákvætt. Það er ástæðan fyrir því að maður í þessu. Maður vill komast sem lengst og því fylgir meiri athygli þegar maður er kominn á þennan stað,“ sagði Jón Dagur. U21 karla mætir Rússlandi á morgun, fimmtudag, í fyrsta leik á EM 2021.Hér má sjá mörk strákana gegn Írlandi þegar þeir tryggðu sér sæti í lokakeppninni með 2-1 sigri ytra.The goals against Rep. of Ireland that clinched a place at EURO 2021.#fyririsland pic.twitter.com/BingOs7qym— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2021 Jón Dagur segir markmið Íslands skýrt: „Auðvitað förum við í þetta með það markmið að komast upp úr þessum riðli. Fyrst og fremst erum við komnir hingað með það að markmiði að njóta þess að spila fótbolta og gera okkar besta. Þetta er gríðarleg reynsla fyrir hópinn en okkar markmið er skýrt og það er að komast upp úr riðlinum,“ sagði Jón Dagur en til þess þarf Ísland að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Fyrsti leikur er við Rússa á morgun. Ísland mætir Danmörku á sunnudag og loks Frakklandi næsta miðvikudag.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01 Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00 Bjartsýnn að Valgeir og Andri Fannar verði klárir gegn Rússum Vonast er til að þeir Valgeir Lunddal Friðriksson og Andri Fannar Baldursson verði klárir í slaginn fyrir fyrsta leik U-21 árs landsliðsins á EM á morgun. 24. mars 2021 13:18 „Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM. 18. mars 2021 15:41 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00
UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. 23. mars 2021 17:01
Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. 23. mars 2021 11:00
Bjartsýnn að Valgeir og Andri Fannar verði klárir gegn Rússum Vonast er til að þeir Valgeir Lunddal Friðriksson og Andri Fannar Baldursson verði klárir í slaginn fyrir fyrsta leik U-21 árs landsliðsins á EM á morgun. 24. mars 2021 13:18
„Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM. 18. mars 2021 15:41