Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 11:34 Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Vísir/Vilhelm Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima. Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima.
Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira