Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 17:03 Unnur segir að útreikningar Kára gangi ekki upp. Skjólstæðingar Vinnumálastofnunar sem fara á milli mála eru ekki nándar nærri eins margir og Kári heldur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent