Skoraði í síðasta fótboltaleiknum sínum og fékk bónorð í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 09:30 Matt Stonham bað Rhali Dobson strax eftir síðasta leikinn hennar eins og sjá má á þessari mynd. Getty/Darrian Traynor Ástralska knattspyrnukonan Rhali Dobson er að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gömul svo hún geti hjálpað kærasta sínum í baráttunni við heilaæxli. Hann beið hennar við hliðarlínuna með trúlofunarhring eftir síðasta leikinn. Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn. Fótbolti Ástralía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn.
Fótbolti Ástralía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira