Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 10:24 Ströngum reglum er ætlað að mynda skjaldborg utan um starfsfólk og þar með þjónustuna við íbúa. Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira