Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2021 14:50 Danir fagna fyrra marki sínu í dag. Peter Zador/Getty Images Davíð Snorri Jónasson gerði þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá 4-1 tapinu gegn Rússlandi. Kolbeinn Birgir Finnsson kom inn í vinstri bakvörðinn og Hörður Ingi Gunnarsson færði sig yfir í hægri bakvörðinn. Ísak Óli Ólafsson kom inn í miðvörðinn fyrir Róbert Orra Þorkelsson sem var frá vegna veikinda í dag. Þá kom Mikael Neville Anderson inn á hægri vænginn fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson sem fór á bekkinn. Byrjunarlið Íslands í dag. Efri röð frá vinstri: Mikael Neville, Willum Þór, Ari Leifsson, Sveinn Aron, Ísak Óli og Patrik Sigurður (M). Neðri röð frá vinstri: Alex Þór, Stefán Teitur, Kolbeinn Birgir, Hörður Ingi og Jón Dagur (F).Chris Ricco/Getty Images Það tók Dani ekki langan tíma að brjóta ísinn. Í þeirra fyrstu alvöru sókn þá léku þeir boltanum vel upp í fremstu línu og aftur niður á Morten Hjulmand sem fann Gustav Isaksen hægra megin í vítateig Íslendinga. Isaksen rölti fram hjá Kolbeini Birgi og smellti knettinum í hornið fjær. Frábært spil og í raun óverjandi fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson í markinu. Að því sögðu var þetta alltof auðvelt hjá danska liðinu sem var komið 1-0 yfir eftir sína fyrstu alvöru sókn á fimmtu mínútu leiksins. Næsti stundarfjórðungur leiksins gekk snurðulaust fyrir sig. Danska liðið hélt boltanum og íslenska liðið var í eltingaleik. Það er þangað til Stefán Teitur Þórðarson braut af sér töluvert frá marki Íslands. Magnus Kofod Andersen ákvað að reyna skot af örugglega 30 metra færi, boltinn í varnarvegg Íslands og aftur fyrir í hornspyrnu. Andersen tók spyrnuna sjálfur en hún var skölluð frá, aftur fékk hann boltann og nú skallaði Jón Dagur Þorsteinsson frá marki. Boltinn var hins vegar sendur að nýju inn í átt að marki Íslands. Miðverðir Íslands – Ísak Óli og Ari Leifsson – flæktust einhvern veginn fyrir hvor öðrum og boltinn endaði hjá Mads Bech sem var einn á auðum sjó vinstra megin í teig Íslendinga. Varnarmaðurinn kláraði færið af stakri yfirvegun líkt og hann hefði aldrei gert annað þó að Ísak Óli hefði komið fljúgandi í áttina að honum til að minnka skotvinkilinn. Vinstri fótur, hægra horn og staðan orðin 2-0 Dönum í vil í leik þar sem þeir höfðu í raun aðeins fengið tvö færi. Mads Bech skorar annað mark Danmerkur í dag.Chris Ricco/Getty Images Fyrsta alvöru færi Íslands kom svo þegar 27 mínútur eða svo voru liðnar. Íslenska liðið setti þá smá pressu á öftustu línu Dana sem endaði með því að markvörður þeirra skóflaði boltanum upp völlinn. Willum Þór Willumsson náði að stanga knöttinn í áttina að Sveini Aroni Guðjohnsen sem tók við honum og átti bylmingsskot sem fór því miður röngu megin við stöngina. Tíu mínútum síðar kom svo langbesta færi Íslands en þá var vítaspyrna dæmd eftir að Oliver Christensen slæmdi hendi í andlit Ísaks Óla. Stefán Teitur hafði tekið langt innkast inn á teig danska liðsins, boltinn skoppaði og markvörðurinn misreiknaði boltann er hann kom út til að kýla frá. Christensen bætti hins vegar upp fyrir mistökin er hann varði vítaspyrnu Sveins Arons vel og staðan því enn 2-0 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Hér má sjá af hverju vítaspyrna var dæmd á markvörð Dana í fyrri hálfleik.Chris Ricco/Getty Images Síðari hálfleikur var í raun frekar tíðindalítill. Danir héldu boltanum vel og brutu í þessi fáu skipti sem íslenska liðið var líklegt til að sækja hratt. Öll fimm gulu spjöld danska liðsins komu er leikmenn þess stöðvuðu skyndisóknir íslenska liðsins. Þegar þrettán mínútur lifðu leiks fékk Ísland besta færi síðari hálfleiks. Jón Dagur óð þá upp vinstri vænginn eftir að hafa fengið langa sendingu frá Stefáni Teit. Jón Dagur fór upp að endalínu og gaf fyrir markið þar sem Stefán Teitur hafði skilað sér í teiginn og átti skot sem stefndi í netið áður en Mads Bech henti sér fyrir skotið og bjargaði í horn. Besta færi Íslands í síðari hálfleik og besta færið sem liðið skapaði sér úr opnu spili í leiknum. Fleira markvert gerðist í raun ekki og Danir unnu 2-0 sigur. Segja má að færanýting liðanna hafi verið helsti munur liðanna í dag. Danska liðið var vissulega mikið mun meira með boltann en í raun sköpuðu þeir sé kannski einn eða tvo alvöru sénsa fyrir utan mörkin tvö. Í bæði skiptin bjargaði íslenska vörnin og man undirritaður ekki eftir skoti á mark sem Patrik Sigurður þurfti að verja, fyrir utan mörkin að sjálfsögðu. Á meðan klikkaði íslenska liðið á vítaspyrnu og Danir björguðu svo gott sem á línu. Þar lá hundurinn grafinn í dag. Björtu hliðarnar Þrátt fyrir að lenda 2-0 undir þá gafst íslenska liðið ekki upp. Þó mörkin hafi verið einkar klaufaleg þá var varnarleikurinn og frammistaðan mun betri en í 4-1 tapinu gegn Rússlandi. Á öðrum degi hefði íslenska liðið allavega skorað eitt mark og mögulega tvö. Það gekk því miður ekki eftir í dag. Fyrirliðinn átti fínan leik í dag.Peter Zador/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson var aftur mjög sprækur og þá sérstaklega þeir leið á leikinn. Færið sem hann lagði upp á Stefán Teit var snilldarlega gert og öllum ljóst að þessi ungi maður á framtíðina fyrir sér. Bæði sem atvinnumaður og sem leikmaður íslenska A-landsliðsins. Sveinn Aron var mjög duglegur í dag og lét mikið fyrir sér fara. Hann fékk tvö af þremur alvöru færum Íslendinga en því miður brenndi hann af vítaspyrnu sem hefði komið íslenska liðinu inn í leikinn á nýjan leik. Tölfræði leiksins Danir voru 68 prósent með boltann gegn 32 prósentum hjá íslenska liðinu. Danska áttuá alls sjö skot í leiknum, þar af þrjú á markið. Íslenska liðið átti fimm skot, þar af eitt á markið. Danir fengu fimm gul spjöld gegn fjórum hjá íslenska liðinu. Hvað gerist næst? Það er einn leikur eftir í riðlinum og er það enginn smá leikur. Frakkar bíða á miðvikudaginn og hver veit nema Davíð Snorri hristi aðeins upp í byrjunarliði sínu og gefi mönnunum sem komu inn af bekknum í dag tækifæri í byrjunarliðinu þá. Danir eru á sama tíma með sex stig og mæta Rússum í leik sem gæti ákvarðað hvaða lið vinnur riðilinn. EM U21 í fótbolta 2021 Fótbolti
Davíð Snorri Jónasson gerði þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá 4-1 tapinu gegn Rússlandi. Kolbeinn Birgir Finnsson kom inn í vinstri bakvörðinn og Hörður Ingi Gunnarsson færði sig yfir í hægri bakvörðinn. Ísak Óli Ólafsson kom inn í miðvörðinn fyrir Róbert Orra Þorkelsson sem var frá vegna veikinda í dag. Þá kom Mikael Neville Anderson inn á hægri vænginn fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson sem fór á bekkinn. Byrjunarlið Íslands í dag. Efri röð frá vinstri: Mikael Neville, Willum Þór, Ari Leifsson, Sveinn Aron, Ísak Óli og Patrik Sigurður (M). Neðri röð frá vinstri: Alex Þór, Stefán Teitur, Kolbeinn Birgir, Hörður Ingi og Jón Dagur (F).Chris Ricco/Getty Images Það tók Dani ekki langan tíma að brjóta ísinn. Í þeirra fyrstu alvöru sókn þá léku þeir boltanum vel upp í fremstu línu og aftur niður á Morten Hjulmand sem fann Gustav Isaksen hægra megin í vítateig Íslendinga. Isaksen rölti fram hjá Kolbeini Birgi og smellti knettinum í hornið fjær. Frábært spil og í raun óverjandi fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson í markinu. Að því sögðu var þetta alltof auðvelt hjá danska liðinu sem var komið 1-0 yfir eftir sína fyrstu alvöru sókn á fimmtu mínútu leiksins. Næsti stundarfjórðungur leiksins gekk snurðulaust fyrir sig. Danska liðið hélt boltanum og íslenska liðið var í eltingaleik. Það er þangað til Stefán Teitur Þórðarson braut af sér töluvert frá marki Íslands. Magnus Kofod Andersen ákvað að reyna skot af örugglega 30 metra færi, boltinn í varnarvegg Íslands og aftur fyrir í hornspyrnu. Andersen tók spyrnuna sjálfur en hún var skölluð frá, aftur fékk hann boltann og nú skallaði Jón Dagur Þorsteinsson frá marki. Boltinn var hins vegar sendur að nýju inn í átt að marki Íslands. Miðverðir Íslands – Ísak Óli og Ari Leifsson – flæktust einhvern veginn fyrir hvor öðrum og boltinn endaði hjá Mads Bech sem var einn á auðum sjó vinstra megin í teig Íslendinga. Varnarmaðurinn kláraði færið af stakri yfirvegun líkt og hann hefði aldrei gert annað þó að Ísak Óli hefði komið fljúgandi í áttina að honum til að minnka skotvinkilinn. Vinstri fótur, hægra horn og staðan orðin 2-0 Dönum í vil í leik þar sem þeir höfðu í raun aðeins fengið tvö færi. Mads Bech skorar annað mark Danmerkur í dag.Chris Ricco/Getty Images Fyrsta alvöru færi Íslands kom svo þegar 27 mínútur eða svo voru liðnar. Íslenska liðið setti þá smá pressu á öftustu línu Dana sem endaði með því að markvörður þeirra skóflaði boltanum upp völlinn. Willum Þór Willumsson náði að stanga knöttinn í áttina að Sveini Aroni Guðjohnsen sem tók við honum og átti bylmingsskot sem fór því miður röngu megin við stöngina. Tíu mínútum síðar kom svo langbesta færi Íslands en þá var vítaspyrna dæmd eftir að Oliver Christensen slæmdi hendi í andlit Ísaks Óla. Stefán Teitur hafði tekið langt innkast inn á teig danska liðsins, boltinn skoppaði og markvörðurinn misreiknaði boltann er hann kom út til að kýla frá. Christensen bætti hins vegar upp fyrir mistökin er hann varði vítaspyrnu Sveins Arons vel og staðan því enn 2-0 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Hér má sjá af hverju vítaspyrna var dæmd á markvörð Dana í fyrri hálfleik.Chris Ricco/Getty Images Síðari hálfleikur var í raun frekar tíðindalítill. Danir héldu boltanum vel og brutu í þessi fáu skipti sem íslenska liðið var líklegt til að sækja hratt. Öll fimm gulu spjöld danska liðsins komu er leikmenn þess stöðvuðu skyndisóknir íslenska liðsins. Þegar þrettán mínútur lifðu leiks fékk Ísland besta færi síðari hálfleiks. Jón Dagur óð þá upp vinstri vænginn eftir að hafa fengið langa sendingu frá Stefáni Teit. Jón Dagur fór upp að endalínu og gaf fyrir markið þar sem Stefán Teitur hafði skilað sér í teiginn og átti skot sem stefndi í netið áður en Mads Bech henti sér fyrir skotið og bjargaði í horn. Besta færi Íslands í síðari hálfleik og besta færið sem liðið skapaði sér úr opnu spili í leiknum. Fleira markvert gerðist í raun ekki og Danir unnu 2-0 sigur. Segja má að færanýting liðanna hafi verið helsti munur liðanna í dag. Danska liðið var vissulega mikið mun meira með boltann en í raun sköpuðu þeir sé kannski einn eða tvo alvöru sénsa fyrir utan mörkin tvö. Í bæði skiptin bjargaði íslenska vörnin og man undirritaður ekki eftir skoti á mark sem Patrik Sigurður þurfti að verja, fyrir utan mörkin að sjálfsögðu. Á meðan klikkaði íslenska liðið á vítaspyrnu og Danir björguðu svo gott sem á línu. Þar lá hundurinn grafinn í dag. Björtu hliðarnar Þrátt fyrir að lenda 2-0 undir þá gafst íslenska liðið ekki upp. Þó mörkin hafi verið einkar klaufaleg þá var varnarleikurinn og frammistaðan mun betri en í 4-1 tapinu gegn Rússlandi. Á öðrum degi hefði íslenska liðið allavega skorað eitt mark og mögulega tvö. Það gekk því miður ekki eftir í dag. Fyrirliðinn átti fínan leik í dag.Peter Zador/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson var aftur mjög sprækur og þá sérstaklega þeir leið á leikinn. Færið sem hann lagði upp á Stefán Teit var snilldarlega gert og öllum ljóst að þessi ungi maður á framtíðina fyrir sér. Bæði sem atvinnumaður og sem leikmaður íslenska A-landsliðsins. Sveinn Aron var mjög duglegur í dag og lét mikið fyrir sér fara. Hann fékk tvö af þremur alvöru færum Íslendinga en því miður brenndi hann af vítaspyrnu sem hefði komið íslenska liðinu inn í leikinn á nýjan leik. Tölfræði leiksins Danir voru 68 prósent með boltann gegn 32 prósentum hjá íslenska liðinu. Danska áttuá alls sjö skot í leiknum, þar af þrjú á markið. Íslenska liðið átti fimm skot, þar af eitt á markið. Danir fengu fimm gul spjöld gegn fjórum hjá íslenska liðinu. Hvað gerist næst? Það er einn leikur eftir í riðlinum og er það enginn smá leikur. Frakkar bíða á miðvikudaginn og hver veit nema Davíð Snorri hristi aðeins upp í byrjunarliði sínu og gefi mönnunum sem komu inn af bekknum í dag tækifæri í byrjunarliðinu þá. Danir eru á sama tíma með sex stig og mæta Rússum í leik sem gæti ákvarðað hvaða lið vinnur riðilinn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti