Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 22:02 Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Aðsend/Vilhelm Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03