Félagsráðgjöf, fíknisjúkdómar og barnavernd Steinunn Bergmann skrifar 27. mars 2021 07:01 Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Félagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar