Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2021 07:43 Áhöfn flugvélarinnar Hot Stuff. Einnig voru um borð hershöfðinginn Frank M. Andrews og fylgdarlið hans. Bandaríski flugherinn. Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. Flugvélin var af gerðinni B-24 Liberator. Hún var fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til að ná 25 árásarferðum í Evrópu. Bandaríski flugherinn Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Fagradalsfjall hafi verið nefnt fjallið sem breytti mannkynssögunni, ekki vegna eldgossins heldur vegna flugslyss sem varð þar í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarði um slysið var afhjúpaður skammt frá Grindavíkurvegi árið 2018, daginn sem 75 ár voru frá slysinu. Lík eins hinna látnu borið frá slysstaðnum á Fagradalsfjalli.Bandaríski flugherinn Slysið varð þann 3. maí 1943. Sprengjuflugvél af gerðinni B-24 Liberator hafði hætt við lendingu í Keflavík vegna veðurs og er talin hafa verið á leið til Kaldaðarnesflugvallar þegar hún skall á Fagradalsfjalli. Einn maður komst lífs af en fjórtán fórust, þeirra á meðal hershöfðinginn Frank M. Andrews, og fóru minningararhafnir um þá látnu fram í Reykjavík. Frank M. Andrews var æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Við fráfall hans tók Dwight D. Eisenhower við stöðunni. Fráfall Andrews varð til þess að Dwight D. Eisenhower varð yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu en hann varð síðar forseti Bandaríkjanna. Æ síðar hafa menn velt því upp hvort það hefði annars orðið hlutskipti Andrews að setjast í Hvítahúsið en ekki Eisenhowers. Minningarathafnir fóru fram í Dómkirkjunni og Landakotskirkju í Reykjavík.Bandaríski flugherinn Minningu Andrews er haldið á lofti í Washington með því að Andrews-herflugvöllurinn, heimaflugvöllur flugvéla Bandaríkjaforseta, er nefndur eftir honum. Andrews Theater á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli er einnig kennt við hann. Flugvélin Hot Stuff fórst í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gosstaðurinn er við austurhlíðar fjallsins.Grafík/Hafsteinn Þórðarson Flugvélin hafði gælunafnið Hot Stuff og var á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Slysstaðurinn er í vestanverðu Fagradalsfjalli, aðeins um tvo kílómetra frá gosstaðnum, og varpaði bandaríska sendiráðið því fram á fésbókarsíðu í vikunni hvort það væri nokkurt heiti sem hæfði betur eldstöðinni en Hot Stuff. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni B-24 Liberator. Hún var fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til að ná 25 árásarferðum í Evrópu. Bandaríski flugherinn Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Fagradalsfjall hafi verið nefnt fjallið sem breytti mannkynssögunni, ekki vegna eldgossins heldur vegna flugslyss sem varð þar í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarði um slysið var afhjúpaður skammt frá Grindavíkurvegi árið 2018, daginn sem 75 ár voru frá slysinu. Lík eins hinna látnu borið frá slysstaðnum á Fagradalsfjalli.Bandaríski flugherinn Slysið varð þann 3. maí 1943. Sprengjuflugvél af gerðinni B-24 Liberator hafði hætt við lendingu í Keflavík vegna veðurs og er talin hafa verið á leið til Kaldaðarnesflugvallar þegar hún skall á Fagradalsfjalli. Einn maður komst lífs af en fjórtán fórust, þeirra á meðal hershöfðinginn Frank M. Andrews, og fóru minningararhafnir um þá látnu fram í Reykjavík. Frank M. Andrews var æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Við fráfall hans tók Dwight D. Eisenhower við stöðunni. Fráfall Andrews varð til þess að Dwight D. Eisenhower varð yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu en hann varð síðar forseti Bandaríkjanna. Æ síðar hafa menn velt því upp hvort það hefði annars orðið hlutskipti Andrews að setjast í Hvítahúsið en ekki Eisenhowers. Minningarathafnir fóru fram í Dómkirkjunni og Landakotskirkju í Reykjavík.Bandaríski flugherinn Minningu Andrews er haldið á lofti í Washington með því að Andrews-herflugvöllurinn, heimaflugvöllur flugvéla Bandaríkjaforseta, er nefndur eftir honum. Andrews Theater á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli er einnig kennt við hann. Flugvélin Hot Stuff fórst í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gosstaðurinn er við austurhlíðar fjallsins.Grafík/Hafsteinn Þórðarson Flugvélin hafði gælunafnið Hot Stuff og var á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Slysstaðurinn er í vestanverðu Fagradalsfjalli, aðeins um tvo kílómetra frá gosstaðnum, og varpaði bandaríska sendiráðið því fram á fésbókarsíðu í vikunni hvort það væri nokkurt heiti sem hæfði betur eldstöðinni en Hot Stuff. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25