Innlent

Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki úti­há­tíðar­svæði“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Stemmningunni í Geldingadölum hefur verið líkt við Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Þar spilar bjarminn frá eldinum stóran þátt og brekka þar sem fólk hefur horft á gosið. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk ekki ganga vel um. 
Stemmningunni í Geldingadölum hefur verið líkt við Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Þar spilar bjarminn frá eldinum stóran þátt og brekka þar sem fólk hefur horft á gosið. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk ekki ganga vel um.  Vísir/Vilhelm

Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna fór í vettvangsferð að gosstöðvum í gær. 

„Það voru tómar áfengisumbúðir og fleira rusl sem ég sá þarna sem mér fannst ekki alveg nógu gott. Það verður að brýna fyrir fólki að þetta er ekki útihátíðarsvæði og engin þjónusta þarna sem hreinsar upp eftir fólk,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson.

Fjöldi fólks á göngu var í Geldingadölum seint í gærkvöldi.Vísir/JóiK

Biður hann fólk um að hafa þetta í huga og taka rusl með sér til baka af gossvæðinu.

Þá hrósar hann fólki fyrir að hafa haldið sig í litlum hópum á svæðinu, en nokkuð hefur verið um hópamyndanir þar síðustu daga.

„Það var töluvert af fólki þarna en í hópum. Ég sá að tengdir hópar héldu sig saman og bil var á milli hópa sem sátu þarna í brekkunni.“


Tengdar fréttir

„Þetta er bara skítaveður“

Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×