Opið bréf frá stjórn félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra Aðalbjörg Björgvinsdóttir, Dögg Hauksdóttir, Sigurlaug Benediktsdóttir, Bríet Einarsdóttir og Eva Jónasdóttir skrifa 27. mars 2021 15:01 Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar