„Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 15:02 Stjórn FÍFK spyr að því hvort öryggis- og áhættumat hafi verið gert þegar skimunarferlinu var breytt. Vísir/Getty „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ Þetta segir stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra sem birtist á Vísi í dag. „Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila,“ segir í bréfinu. „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ Stjórn FÍFK sendi ráðherra bréf 13. desember þar sem bent var á að mikið vantaði upp á að það kerfið væri tilbúið sem taka ætti við skimunum krabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands. Það sé enn ekki komið í gagnið. Stjórn FÍFK spyr að því hvenær kerfið verði eiginlega tilbúið. Svör hafi ekki borist vegna þeirra sýna sem tekin voru í byrjun janúar. Rannsóknarstofan danska sem sér um rannsóknir sýnanna sé búin að svara en svörin bíði hjá heilsugæslunni þar sem unnið sé að því að koma þeim inn í íslenskt kerfi. Þá spyr hún einnig að því hvort öryggis- og áhættumat hafi verið gert þegar skimunarferlinu var breytt. „Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka?“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þetta segir stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra sem birtist á Vísi í dag. „Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila,“ segir í bréfinu. „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ Stjórn FÍFK sendi ráðherra bréf 13. desember þar sem bent var á að mikið vantaði upp á að það kerfið væri tilbúið sem taka ætti við skimunum krabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands. Það sé enn ekki komið í gagnið. Stjórn FÍFK spyr að því hvenær kerfið verði eiginlega tilbúið. Svör hafi ekki borist vegna þeirra sýna sem tekin voru í byrjun janúar. Rannsóknarstofan danska sem sér um rannsóknir sýnanna sé búin að svara en svörin bíði hjá heilsugæslunni þar sem unnið sé að því að koma þeim inn í íslenskt kerfi. Þá spyr hún einnig að því hvort öryggis- og áhættumat hafi verið gert þegar skimunarferlinu var breytt. „Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka?“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04