Eru börnin okkar nægilega upplýst? Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 28. mars 2021 14:00 Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára. Margir foreldrar finna fyrir miklum þrýstingi frá börnum sínum til að láta eftir þeim og leyfa þeim að skrá sig á þessa samfélagsmiðla vegna þess að jú „…ALLIR aðrir í bekknum eru þarna...“. Svo er væntanlega í einhverjum tilvikum, sérstaklega þegar börn hafa náð 13 ára aldri, að þau ákveða sjálf að sækja sér þessa miðla í snjallsíma sína án þess að upplýsa foreldra sína um það. Vegna þessara vinsælda og hversu mörg börn eru á þessum miðlum vaknar upp sú spurning hvort börnin séu nægilega upplýst um þá. Sömu spurningu mætti yfirfæra á foreldrana. Hversu upplýst eru börnin? Segja má að spurningin sé tvíþætt. Annars vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað samfélagsmiðlarnir gera með upplýsingar þeirra og hins vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað getur orðið um upplýsingar sem þau setja þar inn. Ef við lítum aðeins nánar á fyrra atriðið að þegar viðkomandi smáforrit samfélagsmiðils er sótt í síma þarf að samþykkja langan texta á ensku því ef hann er ekki samþykktur er ekki hægt að nota miðilinn. Við þetta vaknar eðlilega sú spurning hversu mörg börn, ef einhver yfir höfuð, lesa textann áður en þau haka við „I agree“? Textinn ætti að innihalda upplýsingar um hvað hver samfélagsmiðill gerir með persónuupplýsingar, til að mynda hvort þeim sé deilt með þriðja aðila, hversu lengi haldið er utan um þær o.s.frv. Hafa verður í huga að fyrirtækin sem eiga þessa samfélagsmiðla hafa hagnast gríðarlega á persónuupplýsingum enda eru þau hagnaðardrifin þrátt fyrir að notkun á samfélagsmiðlunum sé „ókeypis“. Ef við lítum aðeins nánar á síðara atriðið vaknar sú spurning hvort börnin hugsi sig tvisvar um áður en þau setja inn eða birta myndir, myndbönd og aðrar upplýsingar um sig á miðlunum. Í gegnum miðlana er hægt að senda skilaboð og oft á tíðum eru búnir til hópar t.d. á Snapchat þar sem mörg börn geta skipst á skilaboðum. Telja verður að þegar börn tala sín á milli séu þau almennt ekki að ritskoða hvað þau segja en ætli þau geri það áður en þau skrifa sín á milli? Hvort sem það er myndefni eða skrifaður texti virkar það auðvitað þannig að þegar efni er deilt með öðrum í gegnum samfélagsmiðil er alltaf hætta til staðar að einhver ákveði að nýta sér það t.a.m. með því að taka skjáskot af myndefni eða skilaboðum. Einnig eru til smáforrit sem bjóða upp á þann möguleika að einstaklingar geta tekið upp allt það sem þeir gera og skoða í símum sínum. Sem dæmi er ekki hægt að vista myndband sem einstaklingur fær sent í gegnum Snapchat en þessi smáforrit veita möguleika á því. Því miður er raunin því sú að efni sem börnin ákveða að setja á samfélagsmiðla og deila með öðrum getur leitt til þess að einhver þeirra lendi í stríðni, einelti o.fl. Þessu tengt má benda á hversu auðvelt aðgengi er að börnum í gegnum samfélagsmiðlana fyrir einstaklinga sem ætla sér eitthvað misjafnt. Í byrjun árs voru t.a.m. fréttir um að fullorðnir einstaklingar sem væru jafnvel staðsettir erlendis væru að setja sig í samband við íslensk börn í gegnum Netið og bjóða þeim greiðslu fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Er ekki málið bara að foreldrarnir fylgist með öllu sem börnin gera á samfélagsmiðlunum? Eflaust hugsa einhverjir þegar hingað er komið við sögu að foreldrar eigi að hafa fullt eftirlit með því hvað börn þeirra gera á samfélagsmiðlunum. Vissulega er það hlutverk foreldra að huga að velferð barna sinna í hvívetna en ekki má gleyma því að börnin eiga rétt á persónuvernd og friðhelgi einkalífs og er sá réttur varinn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það að foreldri ætli sér t.a.m. að lesa öll samskipti sem barn á við vini sína í gegnum samfélagsmiðil má líkja við að foreldri hleri samtal milli tveggja vina sem staddir eru í sama herbergi. Að sjálfsögðu er það þó þannig að leiki grunur á að eitthvað misjafnt sé í gangi á þessum miðlum verða foreldrar að kanna það. Hver er í bestu stöðunni til að upplýsa börnin? Það skiptir miklu máli að veita börnunum fræðslu um samfélagsmiðlana. Markmiðið með slíkri fræðslu er að sjálfsögðu að börnin sjálf verði nægilega upplýst um hvernig samfélagsmiðlarnir virka og þau hugsi sig tvisvar um áður en þau deila efni með öðrum. En hver á að sjá um þessa fræðslu? Til þess að foreldrarnir geti veitt fræðsluna þurfa þeir sjálfir að vera að fullu upplýstir um hvernig samfélagsmiðlarnir virka. Hvað með skólana? Jú skólarnir eru í mjög góðri stöðu til að ná til barnanna og í hinum fullkomna heimi væri Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hluti af kennslu í grunnskólum þar sem hægt væri að flétta fræðslu um samfélagsmiðla í kennslu um persónuvernd og rétt til friðhelgi einkalífs barna. En því miður búum við ekki í fullkomnum heimi. Að svo stöddu eru foreldrarnir því í bestu stöðunni til að fræða börnin. Hvort sem börnin séu nú þegar á samfélagsmiðlum eða ekki og óháð aldri, er gott að byrja sem fyrst með fræðsluna og minna reglulega á hana þannig að hún síist hægt og rólega inn hjá þeim og skili árangri. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára. Margir foreldrar finna fyrir miklum þrýstingi frá börnum sínum til að láta eftir þeim og leyfa þeim að skrá sig á þessa samfélagsmiðla vegna þess að jú „…ALLIR aðrir í bekknum eru þarna...“. Svo er væntanlega í einhverjum tilvikum, sérstaklega þegar börn hafa náð 13 ára aldri, að þau ákveða sjálf að sækja sér þessa miðla í snjallsíma sína án þess að upplýsa foreldra sína um það. Vegna þessara vinsælda og hversu mörg börn eru á þessum miðlum vaknar upp sú spurning hvort börnin séu nægilega upplýst um þá. Sömu spurningu mætti yfirfæra á foreldrana. Hversu upplýst eru börnin? Segja má að spurningin sé tvíþætt. Annars vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað samfélagsmiðlarnir gera með upplýsingar þeirra og hins vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað getur orðið um upplýsingar sem þau setja þar inn. Ef við lítum aðeins nánar á fyrra atriðið að þegar viðkomandi smáforrit samfélagsmiðils er sótt í síma þarf að samþykkja langan texta á ensku því ef hann er ekki samþykktur er ekki hægt að nota miðilinn. Við þetta vaknar eðlilega sú spurning hversu mörg börn, ef einhver yfir höfuð, lesa textann áður en þau haka við „I agree“? Textinn ætti að innihalda upplýsingar um hvað hver samfélagsmiðill gerir með persónuupplýsingar, til að mynda hvort þeim sé deilt með þriðja aðila, hversu lengi haldið er utan um þær o.s.frv. Hafa verður í huga að fyrirtækin sem eiga þessa samfélagsmiðla hafa hagnast gríðarlega á persónuupplýsingum enda eru þau hagnaðardrifin þrátt fyrir að notkun á samfélagsmiðlunum sé „ókeypis“. Ef við lítum aðeins nánar á síðara atriðið vaknar sú spurning hvort börnin hugsi sig tvisvar um áður en þau setja inn eða birta myndir, myndbönd og aðrar upplýsingar um sig á miðlunum. Í gegnum miðlana er hægt að senda skilaboð og oft á tíðum eru búnir til hópar t.d. á Snapchat þar sem mörg börn geta skipst á skilaboðum. Telja verður að þegar börn tala sín á milli séu þau almennt ekki að ritskoða hvað þau segja en ætli þau geri það áður en þau skrifa sín á milli? Hvort sem það er myndefni eða skrifaður texti virkar það auðvitað þannig að þegar efni er deilt með öðrum í gegnum samfélagsmiðil er alltaf hætta til staðar að einhver ákveði að nýta sér það t.a.m. með því að taka skjáskot af myndefni eða skilaboðum. Einnig eru til smáforrit sem bjóða upp á þann möguleika að einstaklingar geta tekið upp allt það sem þeir gera og skoða í símum sínum. Sem dæmi er ekki hægt að vista myndband sem einstaklingur fær sent í gegnum Snapchat en þessi smáforrit veita möguleika á því. Því miður er raunin því sú að efni sem börnin ákveða að setja á samfélagsmiðla og deila með öðrum getur leitt til þess að einhver þeirra lendi í stríðni, einelti o.fl. Þessu tengt má benda á hversu auðvelt aðgengi er að börnum í gegnum samfélagsmiðlana fyrir einstaklinga sem ætla sér eitthvað misjafnt. Í byrjun árs voru t.a.m. fréttir um að fullorðnir einstaklingar sem væru jafnvel staðsettir erlendis væru að setja sig í samband við íslensk börn í gegnum Netið og bjóða þeim greiðslu fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Er ekki málið bara að foreldrarnir fylgist með öllu sem börnin gera á samfélagsmiðlunum? Eflaust hugsa einhverjir þegar hingað er komið við sögu að foreldrar eigi að hafa fullt eftirlit með því hvað börn þeirra gera á samfélagsmiðlunum. Vissulega er það hlutverk foreldra að huga að velferð barna sinna í hvívetna en ekki má gleyma því að börnin eiga rétt á persónuvernd og friðhelgi einkalífs og er sá réttur varinn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það að foreldri ætli sér t.a.m. að lesa öll samskipti sem barn á við vini sína í gegnum samfélagsmiðil má líkja við að foreldri hleri samtal milli tveggja vina sem staddir eru í sama herbergi. Að sjálfsögðu er það þó þannig að leiki grunur á að eitthvað misjafnt sé í gangi á þessum miðlum verða foreldrar að kanna það. Hver er í bestu stöðunni til að upplýsa börnin? Það skiptir miklu máli að veita börnunum fræðslu um samfélagsmiðlana. Markmiðið með slíkri fræðslu er að sjálfsögðu að börnin sjálf verði nægilega upplýst um hvernig samfélagsmiðlarnir virka og þau hugsi sig tvisvar um áður en þau deila efni með öðrum. En hver á að sjá um þessa fræðslu? Til þess að foreldrarnir geti veitt fræðsluna þurfa þeir sjálfir að vera að fullu upplýstir um hvernig samfélagsmiðlarnir virka. Hvað með skólana? Jú skólarnir eru í mjög góðri stöðu til að ná til barnanna og í hinum fullkomna heimi væri Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hluti af kennslu í grunnskólum þar sem hægt væri að flétta fræðslu um samfélagsmiðla í kennslu um persónuvernd og rétt til friðhelgi einkalífs barna. En því miður búum við ekki í fullkomnum heimi. Að svo stöddu eru foreldrarnir því í bestu stöðunni til að fræða börnin. Hvort sem börnin séu nú þegar á samfélagsmiðlum eða ekki og óháð aldri, er gott að byrja sem fyrst með fræðsluna og minna reglulega á hana þannig að hún síist hægt og rólega inn hjá þeim og skili árangri. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun