Fótbolti

„Allt of auðvelt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. Chris Ricco/Getty

Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag.

Danskir fjölmiðlar fjölluðu eðlilega um leikinn í gær og þetta má meðal annars finna í umfjöllun BT um leikinn.

„Allt of auðvelt,“ var fyrsta setningin í umfjöllun Frederik Gernigon um leikinn áður en hann hélt áfram:

„Svona myndi danska liðið aldrei lýsa leiknum gegn Íslandi en raunveruleikinn er sá að Danmark stýrði leiknum gegn tömdu íslensku liði.“

„Þess vegna varð þetta öruggur 2-0 sigur Danmerkur með mörkum snemma leiks af Gustav Isaksen og Mads Bech Sørensen.“

„Markvörðurinn Oliver Christensen braut klaufalega af sér en bjargaði því sjálfur. Þar fyrir utan átti Ísland eitt gott færi og voru 32% með boltann,“ sagði í umsögninni.

Danir mæta Rússum í lokaumferðinni á miðvikudaginn en Ísland mætir á sama tíma Frökkum og reynir að næla í sín fyrstu stig í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×