Vissum fyrir mót að þetta gæti gerst Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 16:30 Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leiknum á EM þar sem íslenska liðið mátti þola skell gegn Rússum, 4-1. EPA-EFE/Tamas Vasvari Kolbeinn Þórðarson segir að strákarnir í U21-landsliðsinu ætli ekki að láta það á sig fá að hafa misst fjóra lykilleikmenn út fyrir leikinn við Frakkland á miðvikudaginn. Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01
Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti