Ísland í alfaraleið Pálmi Freyr Randversson skrifar 30. mars 2021 15:01 Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Súesskurðurinn Skipaflutningar Samgöngur Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar