Grímulaus sérhagsmunagæsla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. mars 2021 18:32 Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samkeppnismál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar