Samgöngur fyrir alla eða suma Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. mars 2021 07:31 Alla jafna er hollt og gott að hlusta á gagnrýnisraddir. Það á bæði við þau sem eru fylgjandi Borgarlínunni og þau sem vilja frekar leggja áherslu á aðra samgöngukosti. Talsmenn Áhugafólks um samgöngur fyrir alla hafa fundið sér samastað í Morgunblaðinu, þar sem þeir keppast við að svara öllum sem mæla Borgarlínunni bót. Eins og flestum er orðið kunnugt verður Borgarlínan hágæða almenningssamgöngur sem munu bylta almenningssamgöngum svo úr verði heildstæður samgöngumáti, sem mun koma til með að stytta för og tryggja aðgengi og nálægð fyrir gangandi og hjólandi. Samgöngur fyrir suma Baráttumál talsmanna Samgangna fyrir alla eru tvenn. Annars vegar að fara eigi ódýrari leið við uppbyggingu almenningssamgangna án þess að geta sýnt fram á að það muni ná sömu markmiðum. Hins vegar að aukið fjármagn eigi að fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja fyrir einkabílinn og hafa af því áhyggjur að Borgarlína muni hamla öðrum samgöngumátum. Í Morgunblaðinu 30. mars sl. kemur reyndar frá hjá einum talsmanni samtakanna að þau hafi ekki lagt fram tillögur varðandi göngu- og hjólastíga. “Aðrir samgöngumátar” í þeirra huga er því bara einkabíllinn. Áhugamenn um samgöngur fyrir alla eru því fyrst og fremst áhugamenn um aukið flæði einkabílsins og aukna landnýtingu í þágu hans. Eða samgöngur fyrir alla Hugmyndafræði Borgarlínu er hins vegar að tryggja raunverulega valkosti fyrir alla. Að allir geti nýtt sér þær samgöngur sem best henta hverju sinni, hvort sem það er með hágæða almenningssamgöngum, einkabílnum, hjólandi, gangandi eða með rafskútum. Hugmyndafræði Borgarlínu byggir á því að hugsa um samgöngur sem heildstætt kerfi allra sem þurfa að komast frá einum stað til annars, án þess að eitt útiloki annað. Um er að ræða eina af umfangsmestu innviðauppbyggingu til samgangna sem sögur fara af. Kostnaður verður því vissulega verulegur og fellur hann á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkissjóð, líkt og samþykkt hefur verið í samgöngusáttmála þessara aðila. Líkt og með öll önnur samgönguverkefni eru það við, skattgreiðendur, sem munum að lokum borga, sama úr hvaða vasa okkar fjármagnið kemur. Það er búið að gera ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum, búa til félag í kringum verkefnið og samþykkja kostnaðaráætlanir af ríki og viðkomandi sveitarfélögum. Breytingarnar verða líka miklar. Breytingar til góðs fyrir okkur sem einstaklinga, okkur sem samfélag og fyrir umhverfið sjálft. Til fortíðar eða framtíðar? Talsmenn samgangna fyrir alla furða sig á því að ekki eigi að forgangsraða auknu landrými undir vegakerfi í þágu einkabílsins. Landrými í þéttbýli er takmörkuð auðlind sem þarf að verðmeta, eins og annað í uppbyggingu samgangna. Við þurfum líka að hafa í huga háleit markmið okkar í þágu umhverfisverndar og meta bestu nýtingu lands með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Heimurinn allur þarf að taka umhverfis- og loftslagsmál alvarlega. Þetta á ekki síst við þegar við ákveðum hvernig við skipuleggjum umhverfi okkar og landrými. Mun skipulagið auka ágang okkar á gæði jarðar og auka loftslagsvandann eða mun það hvetja til umhverfisvænni samgangna? Viljum við leggja áherslu á græn svæði til aðhafast á og njóta eða malbik? Við erum umferðin Á vegum úti erum við öll umferðin. Flutningsgeta samgöngukerfisins, fyrir einkabíla með að meðaltali rétt rúmlega eina manneskju í bíl er takmörkuð. Þetta sjáum við í hvert sinn sem Íslendingar keppast við að komast allir á sama staðinn. Fyrsta áætlun Grindvíkinga, fyrir Covid takmarkanir, til að bregðast miklum fjölda gosáhugafólks og umferðarteppu á Suðurstrandarvegi var að bílum yrði lagt í Grindavík en áhugasömum gert að taka hópferðarbíl upp að Nátthaga. Með fjöldasamgöngum gæti vegakerfið annað þessum mikla ágangi. Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu. En við vitum að íbúum mun fara fjölgandi og ef við höldum áfram að skipuleggja einungis út frá einum samgöngumáta munu umferðartafir aukast enn. Aukinn fjöldi mislægra gatnamóta, með rándýru landrými, getur tafið umferðarteppur um örfá ár en ekki til frambúðar. Það þarf því að hugsa heildstætt. Með því að gefa fólki raunverulegan kost á að ferðast á þann máta sem því hentar gefum við öllum kost á að komast hraðar á milli staða. Nýir tímar, ný hugsun og framtíðin Lykilforsenda þess að vel takist til er að skipulag til framtíðar byggi á samverkandi þáttum almenningssamgangna og þéttingu byggðar. Mikilvægt er að almenningssamgöngur falli að íbúabyggð og auðveldi þannig notkun á slíkum samgöngum. Það þarf að vera hvetjandi að nota almenningssamgöngur en ekki letjandi. Til að okkur takist að byggja upp samgöngukerfi fyrir alla er grunnforsenda sú að byggja hér upp þægilegt og einfalt kerfi fyrir alla en ekki bara suma. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Samgöngur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alla jafna er hollt og gott að hlusta á gagnrýnisraddir. Það á bæði við þau sem eru fylgjandi Borgarlínunni og þau sem vilja frekar leggja áherslu á aðra samgöngukosti. Talsmenn Áhugafólks um samgöngur fyrir alla hafa fundið sér samastað í Morgunblaðinu, þar sem þeir keppast við að svara öllum sem mæla Borgarlínunni bót. Eins og flestum er orðið kunnugt verður Borgarlínan hágæða almenningssamgöngur sem munu bylta almenningssamgöngum svo úr verði heildstæður samgöngumáti, sem mun koma til með að stytta för og tryggja aðgengi og nálægð fyrir gangandi og hjólandi. Samgöngur fyrir suma Baráttumál talsmanna Samgangna fyrir alla eru tvenn. Annars vegar að fara eigi ódýrari leið við uppbyggingu almenningssamgangna án þess að geta sýnt fram á að það muni ná sömu markmiðum. Hins vegar að aukið fjármagn eigi að fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja fyrir einkabílinn og hafa af því áhyggjur að Borgarlína muni hamla öðrum samgöngumátum. Í Morgunblaðinu 30. mars sl. kemur reyndar frá hjá einum talsmanni samtakanna að þau hafi ekki lagt fram tillögur varðandi göngu- og hjólastíga. “Aðrir samgöngumátar” í þeirra huga er því bara einkabíllinn. Áhugamenn um samgöngur fyrir alla eru því fyrst og fremst áhugamenn um aukið flæði einkabílsins og aukna landnýtingu í þágu hans. Eða samgöngur fyrir alla Hugmyndafræði Borgarlínu er hins vegar að tryggja raunverulega valkosti fyrir alla. Að allir geti nýtt sér þær samgöngur sem best henta hverju sinni, hvort sem það er með hágæða almenningssamgöngum, einkabílnum, hjólandi, gangandi eða með rafskútum. Hugmyndafræði Borgarlínu byggir á því að hugsa um samgöngur sem heildstætt kerfi allra sem þurfa að komast frá einum stað til annars, án þess að eitt útiloki annað. Um er að ræða eina af umfangsmestu innviðauppbyggingu til samgangna sem sögur fara af. Kostnaður verður því vissulega verulegur og fellur hann á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkissjóð, líkt og samþykkt hefur verið í samgöngusáttmála þessara aðila. Líkt og með öll önnur samgönguverkefni eru það við, skattgreiðendur, sem munum að lokum borga, sama úr hvaða vasa okkar fjármagnið kemur. Það er búið að gera ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum, búa til félag í kringum verkefnið og samþykkja kostnaðaráætlanir af ríki og viðkomandi sveitarfélögum. Breytingarnar verða líka miklar. Breytingar til góðs fyrir okkur sem einstaklinga, okkur sem samfélag og fyrir umhverfið sjálft. Til fortíðar eða framtíðar? Talsmenn samgangna fyrir alla furða sig á því að ekki eigi að forgangsraða auknu landrými undir vegakerfi í þágu einkabílsins. Landrými í þéttbýli er takmörkuð auðlind sem þarf að verðmeta, eins og annað í uppbyggingu samgangna. Við þurfum líka að hafa í huga háleit markmið okkar í þágu umhverfisverndar og meta bestu nýtingu lands með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Heimurinn allur þarf að taka umhverfis- og loftslagsmál alvarlega. Þetta á ekki síst við þegar við ákveðum hvernig við skipuleggjum umhverfi okkar og landrými. Mun skipulagið auka ágang okkar á gæði jarðar og auka loftslagsvandann eða mun það hvetja til umhverfisvænni samgangna? Viljum við leggja áherslu á græn svæði til aðhafast á og njóta eða malbik? Við erum umferðin Á vegum úti erum við öll umferðin. Flutningsgeta samgöngukerfisins, fyrir einkabíla með að meðaltali rétt rúmlega eina manneskju í bíl er takmörkuð. Þetta sjáum við í hvert sinn sem Íslendingar keppast við að komast allir á sama staðinn. Fyrsta áætlun Grindvíkinga, fyrir Covid takmarkanir, til að bregðast miklum fjölda gosáhugafólks og umferðarteppu á Suðurstrandarvegi var að bílum yrði lagt í Grindavík en áhugasömum gert að taka hópferðarbíl upp að Nátthaga. Með fjöldasamgöngum gæti vegakerfið annað þessum mikla ágangi. Lausnin við hversdagslegu umferðartöfunum er ekki að neyða fólk úr einkabílnum. Og það er ekki á dagskrá með Borgarlínu. En við vitum að íbúum mun fara fjölgandi og ef við höldum áfram að skipuleggja einungis út frá einum samgöngumáta munu umferðartafir aukast enn. Aukinn fjöldi mislægra gatnamóta, með rándýru landrými, getur tafið umferðarteppur um örfá ár en ekki til frambúðar. Það þarf því að hugsa heildstætt. Með því að gefa fólki raunverulegan kost á að ferðast á þann máta sem því hentar gefum við öllum kost á að komast hraðar á milli staða. Nýir tímar, ný hugsun og framtíðin Lykilforsenda þess að vel takist til er að skipulag til framtíðar byggi á samverkandi þáttum almenningssamgangna og þéttingu byggðar. Mikilvægt er að almenningssamgöngur falli að íbúabyggð og auðveldi þannig notkun á slíkum samgöngum. Það þarf að vera hvetjandi að nota almenningssamgöngur en ekki letjandi. Til að okkur takist að byggja upp samgöngukerfi fyrir alla er grunnforsenda sú að byggja hér upp þægilegt og einfalt kerfi fyrir alla en ekki bara suma. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar