Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 08:55 Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin fara fram. AP/Jim Mone Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira