EM-strákarnir skikkaðir í sóttvarnahús en A-landsliðið ekki Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 10:31 FH-ingurinn Hörður Ingi Gunnarsson er á meðal þeirra sem eru á leið í sóttvarnahús á morgun. Félagar hans í FH eru allir í sóttkví vegna smits sem kom upp á meðan Hörður var á EM. EPA-EFE/Tamas Vasvar Tíu daga landsliðstörn lýkur hjá A-landsliði og U21-landsliði karla í fótbolta í dag. Mannskapurinn ferðast heim á morgun en þá taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir gildi. Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti