Fótbolti

„Stóðum okkur hrika­lega vel í dag“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Snorri var ánægður með sína menn í dag.
Davíð Snorri var ánægður með sína menn í dag. Alex Grimm/Getty Images

„Við stóðum okkur hrikalega vel í dag,“ sagði ánægður Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins í fótbolta eftir 2-0 töpum gegn Frökkum.

„Við áttum góða kafla í hinum leikjunum og vildum stíga áfram. Mér fannst við góðir í dag en við áttum líka kafla i hinum leikjunum.“

Odsonne Edouard skoraði síðari mark Frakka í dag en færið kláraði hann frábærlega.

„Þegar hann fær færi er hann sterkur. Einn af lærdómunum er að einbeiting og fókus verður að vera á allan tímann.“

„Leikmyndin var eins og við vildum. Þetta er dýrt en við verðum að taka það til okkar að halda einbeitingu og grípa sénsana þegar við fáum þá.“

En hvert er framhaldið?

„Við þurfum að klára þennan leik. Taka saman og fara yfir mótið áður en ég fer að fara yfir mörg skilaboð.“

„Ísland á efnilega fótboltamenn með boltann og í hugarfari. Okkur hlakkar til framtíðarinnar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×