Fótbolti

„Gáfum Frökkum góðan leik“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum gegn Frakklandi í dag.
Róbert Orri Þorkelsson í leiknum gegn Frakklandi í dag. getty/Peter Zador

Róbert Orri Þorkelsson lék allan leikinn þegar íslenska U-21 árs landsliðið tapaði 0-2 fyrir Frökkum í lokaleik sínum á EM í dag.

Mosfellingurinn kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðið en sagði að það hefði sofið á verðunum í mörkunum tveimur sem Frakkar skoruðu.

„Við fengum á okk­ur mark snemma en við gerðum samt vel í að halda áfram all­an leikinn. Við gáf­um Frökk­um góðan leik en auðvitað hefði ég viljað gera bet­ur í mörk­un­um sem við fengum á okk­ur,“ sagði Ró­bert sem var ekki viss hvort hann hefði spilað leikmann Frakka réttstæðan í fyrra marki þeirra.

„Það er það eina sem ég er ósátt­ur með en heilt yfir fannst mér þetta ganga vel hjá okk­ur í dag,“ sagði Ró­bert.

Hann hefði viljað gera betur á EM en Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum.

„Við höfðum fulla trúa á okk­ur sjálf­um og ætluðum okk­ur sig­ur í þess­um leikj­um þótt það hafi ekki gengið eft­ir. Það er mik­il­vægt að við lær­um af því sem fór úr­skeiðis og við erum reynsl­unni rík­ari fyr­ir kom­andi verk­efni,“ sagði Róbert.


Tengdar fréttir

„Stóðum okkur hrika­lega vel í dag“

„Við stóðum okkur hrikalega vel í dag,“ sagði ánægður Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins í fótbolta eftir 2-0 töpum gegn Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×