Innlent

Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6 í fyrramálið, að óbreyttu.
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6 í fyrramálið, að óbreyttu. Vísir/Vilhelm

Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns.

„Dagurinn í gær gekk býsna vel. Bílastæðin fylltust rúmlega fimm í gær og fram til sex var skammtað inn á svæðið eftir því sem losnaði á stæðunum en það skapaðist engin meiriháttar röð og fólk var að nýta sér rúturnar í miklum mæli,“ sagði Gunnar í morgun.

Rýming á svæðinu hófst um klukkan 22 og var lokið fyrir miðnætti.

„Óhappa- og aðstoðartilvik“, eins og Gunnar orðar það, voru um sautján talsins en öll minniháttar.

Gul veðurviðvörun er í gildi á gosstöðvunum í dag.

„Suðvestan hvassviðri á gosstöðvunum með rigningu eða súld og lélegu skyggni. Ekkert ferðaverður þar,“ segir í spá Veðurstofunnar, sem gildir frá 13 til 18.

Lögregla gerir ráð fyrir að opna fyrir umferð að gossvæðinu kl. 6 í fyrramálið að óbreyttu.

Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Af öryggisástæðum hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að loka...

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Friday, April 2, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×