Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2021 14:31 Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Stjórnsýsla Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun