„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 01:06 Fjölmargir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarnar vikur. Nýjasta sprungan er um 420 metra norðaustur af upphaflega gígnum sem sjá má á myndinni. Á þeim stað hafa margir virt gosið fyrir sér. Þar er nú sprunga. Vísir/Vilhelm Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira