Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 12:04 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19
Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00