Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:54 John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til ársins 2015. Hann háði harða hildi við íhaldssamasta hluta þingflokksins og var þeirri stundu fegnastur þegar hann lét af embættinu. Vísir/EPA Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira