Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 08:12 Vísir hefur undir höndum samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Landspítala vegna leghálsskimana. Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. Kostnaðurinn miðast við 22 þúsund HPV greiningar og 8 þúsund frumuskoðanir á ári. Stofnkostnaðurinn er metinn í kringum 65 milljónir króna. Samkvæmt greiningunni mun kostnaður við hverja HPV greiningu nema 2.356 krónum 8.287 krónur við hverja frumuskoðun. Heilbrigðisráðuneytið sendi Landspítalanum fyrirspurn 2. mars síðastliðinn þar sem óskað var eftir staðfestingu Landspítala á því að hann gæti tekið við rannsóknum leghálssýna. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvort húsnæði væri fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður, mannafli sem tryggði samfellu í þjónustunni og hvort hægt væri að tryggja rannsóknarniðustöður innan þriggja vikna. Ráðuneytið bað einnig um að hver liður væri kostnaðargreindur, að heildarkostnaður við yfirtöku verkefnisins væri tilgreindur og að fram kæmi hvenær spítalinn gæti tekið við verkefninu. Einnig var beðið um upplýsingar um hvaða gjald spítalinn myndi taka fyrir hvert sýni. Ráðuneytið minnist ekkert á já-svarið frá því í nóvember Í fyrirspurn ráðuneytisins var vísað til þess að í ágúst síðastliðnum hefði Landspítalinn „lýst því yfir“ að hann hygðist ekki sækjast eftir því að reka rannsóknarstofu til greiningar á leghálssýnum. Nýrra svara sé óskað „í ljósi breyttrar afstöðu Landspítala til verkefnisins“. Ítrekað hefur verið fjallað um þann misskilning sem átti sér stað þegar umrædd samskipti fóru fram í ágúst en forsvarsmenn Landspítala hafa áréttað að þeir hafi ekki sóst sérstaklega eftir verkefninu þar sem þeir töldu það vera í höndum Krabbameinsfélagsins. Ráðuneytinu mátti vera misskilningurinn ljós, því eins og spítalinn áréttar í svari sínu 15. mars var fyrirspurn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem var falið að taka yfir leghálsskimanirnar, svarað á þá leið í nóvember að spítalinn gæti jú tekið við rannsóknunum. „Afstaða spítalans er því skýr og hefur ekki breyst,“ segir í svarinu frá 15. mars, sem er undirritað af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Í svarinu kemur skýrt fram að spítalinn sé vel í stakk búinn til að taka við HPV rannsóknunum, enda nýbúinn að taka í notkun nýtt Cobas 8800 greiningartæki frá Roche, sem meðal annars er notið við skimun vegna Covid-19. Tæki þrjá daga að fá svar við HPV rannsókn Varðandi frumurannsóknirnar segir að um 50 fermetra þurfi til viðbótar við núverandi húsnæði meinafræðideildar og ýmsar lausnir nefndar í því samhengi. Þá er greint frá því að þær muni krefjast 2,7 stöðugildis til viðbótar, þar á meðan frumuskoðara í tvö stöðugildi. „Til greina kemur að ráða lífeindafræðinga sem störfuðu við þessa þjónustu hjá KÍ, en jafnframt þarf að huga að mönnun til framtíðar, líkt og í öðrum heilbrigðisgreinum,“ segir í svarinu. Um tækjabúnaðinn segir að nýr búnaður sé til staðar hjá Krabbameinsfélaginu og til greina kæmi að kaupa hann af félaginu. Gæðaeftirlit myndi felast í innra eftirliti, þar sem 10 prósent neikvæðra frumusýna yrðu endurskoðuð, og ytra eftirliti sem þyrfti að fara fram hjá erlendum aðila. Varðandi svartíma segir í svarinu að frumurannsóknarstofa meinafræðideildar myndi sjá til þess að flestum sýnum yrði svarað innan þriggja vikna og að núverandi tækjakostur gerði það að verkum að svör við HPV greiningum gæti legið fyrir daginn eftir að sýni bærist. Þar sem það borgaði sig hins vegar að rannsaka fleiri sýni í einu mætti gera ráð fyrir að svartími yrði að jafnaði þrír virkir dagar. Spítalinn segist geta tekið við HPV rannsóknunum eftir um þrjár vikur og frumurannsóknunum í haust. Samningurinn sem gerður var við Hvidovre um rannsóknir leghálssýna er með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Kostnaðurinn miðast við 22 þúsund HPV greiningar og 8 þúsund frumuskoðanir á ári. Stofnkostnaðurinn er metinn í kringum 65 milljónir króna. Samkvæmt greiningunni mun kostnaður við hverja HPV greiningu nema 2.356 krónum 8.287 krónur við hverja frumuskoðun. Heilbrigðisráðuneytið sendi Landspítalanum fyrirspurn 2. mars síðastliðinn þar sem óskað var eftir staðfestingu Landspítala á því að hann gæti tekið við rannsóknum leghálssýna. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvort húsnæði væri fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður, mannafli sem tryggði samfellu í þjónustunni og hvort hægt væri að tryggja rannsóknarniðustöður innan þriggja vikna. Ráðuneytið bað einnig um að hver liður væri kostnaðargreindur, að heildarkostnaður við yfirtöku verkefnisins væri tilgreindur og að fram kæmi hvenær spítalinn gæti tekið við verkefninu. Einnig var beðið um upplýsingar um hvaða gjald spítalinn myndi taka fyrir hvert sýni. Ráðuneytið minnist ekkert á já-svarið frá því í nóvember Í fyrirspurn ráðuneytisins var vísað til þess að í ágúst síðastliðnum hefði Landspítalinn „lýst því yfir“ að hann hygðist ekki sækjast eftir því að reka rannsóknarstofu til greiningar á leghálssýnum. Nýrra svara sé óskað „í ljósi breyttrar afstöðu Landspítala til verkefnisins“. Ítrekað hefur verið fjallað um þann misskilning sem átti sér stað þegar umrædd samskipti fóru fram í ágúst en forsvarsmenn Landspítala hafa áréttað að þeir hafi ekki sóst sérstaklega eftir verkefninu þar sem þeir töldu það vera í höndum Krabbameinsfélagsins. Ráðuneytinu mátti vera misskilningurinn ljós, því eins og spítalinn áréttar í svari sínu 15. mars var fyrirspurn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem var falið að taka yfir leghálsskimanirnar, svarað á þá leið í nóvember að spítalinn gæti jú tekið við rannsóknunum. „Afstaða spítalans er því skýr og hefur ekki breyst,“ segir í svarinu frá 15. mars, sem er undirritað af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Í svarinu kemur skýrt fram að spítalinn sé vel í stakk búinn til að taka við HPV rannsóknunum, enda nýbúinn að taka í notkun nýtt Cobas 8800 greiningartæki frá Roche, sem meðal annars er notið við skimun vegna Covid-19. Tæki þrjá daga að fá svar við HPV rannsókn Varðandi frumurannsóknirnar segir að um 50 fermetra þurfi til viðbótar við núverandi húsnæði meinafræðideildar og ýmsar lausnir nefndar í því samhengi. Þá er greint frá því að þær muni krefjast 2,7 stöðugildis til viðbótar, þar á meðan frumuskoðara í tvö stöðugildi. „Til greina kemur að ráða lífeindafræðinga sem störfuðu við þessa þjónustu hjá KÍ, en jafnframt þarf að huga að mönnun til framtíðar, líkt og í öðrum heilbrigðisgreinum,“ segir í svarinu. Um tækjabúnaðinn segir að nýr búnaður sé til staðar hjá Krabbameinsfélaginu og til greina kæmi að kaupa hann af félaginu. Gæðaeftirlit myndi felast í innra eftirliti, þar sem 10 prósent neikvæðra frumusýna yrðu endurskoðuð, og ytra eftirliti sem þyrfti að fara fram hjá erlendum aðila. Varðandi svartíma segir í svarinu að frumurannsóknarstofa meinafræðideildar myndi sjá til þess að flestum sýnum yrði svarað innan þriggja vikna og að núverandi tækjakostur gerði það að verkum að svör við HPV greiningum gæti legið fyrir daginn eftir að sýni bærist. Þar sem það borgaði sig hins vegar að rannsaka fleiri sýni í einu mætti gera ráð fyrir að svartími yrði að jafnaði þrír virkir dagar. Spítalinn segist geta tekið við HPV rannsóknunum eftir um þrjár vikur og frumurannsóknunum í haust. Samningurinn sem gerður var við Hvidovre um rannsóknir leghálssýna er með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04