Dýrslega, fagra og villta Reykjavík - vertu alltaf svona! Líf Magneudóttir og Eva Dögg Davíðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 10:31 Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Loftslagsmál Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar