Innlent

Flug­vél Emira­tes þurfti að losa sig við elds­neyti fyrir lendingu í Kefla­vík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Eldsneytisstrókarnir frá eldsneytispípunum á vængjum vélarinnar sjást greinilega.
Eldsneytisstrókarnir frá eldsneytispípunum á vængjum vélarinnar sjást greinilega. Aðsend/Daníel Freyr Steinarsson

Boeing 777 flugvél flugfélagsins Emirates, sem var á leið frá Dubai til Toronto í Kanada, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis. Vélin þurfti að losa sig við eldsneyti til að létta vélina svo að hún fengi að lenda á flugvellinum og gerði það yfir Hafnarfirði.

Einhverjir kunna að hafa rekið augun í vélina yfir Hafnarfirði í dag en eldsneytisstróka mátti bersýnilega sjá koma frá flugvélinni. Slík losun er aðeins heimil yfir 5000 fetum en þá nær eldsneyti ekki til jarðar heldur gufar það upp áður en það nær þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×