Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 10:10 Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Myndin er úr safni. Vilhelm Gunnarsson Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Sprungan sást á vefmyndavélum en ekki var unnt að staðfesta að um nýja sprungu væri að ræða fyrr en í birtingu í morgun. „Þessi nýja sprunga opnaðist nær miðja vegu milli þeirra sprungu sem opnaðist 5. apríl og þeirrar sprungu sem opnaðist á miðnætti aðfaranótt 7. apríl,“ sagði Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það var komið hraun yfir þetta svæði frá sprungunni sem er þarna lengst í norðri, en þetta kemur upp í gegnum hraunið.“ Hraunið frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali. „Það sameinast hrauntaumi sem kemur frá gígnum sem opnaðist annan í páskum og sameinast þeim hrauntaumi sem rennur niður í Geldingadali.“ „Þetta er þessi sviðsmynd sem við vorum búin að gera okkur í hugarlund um að gæti gerst. Að það myndu opnast nýjar sprungur og það eru að opnast hér sprungur liggur við annan hvern dag. Þetta er bara virkni sem við verðum að fylgjast með. Það getur verið að það sé einhver smá aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan sem er undir yfirborðinu en við þurfum bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Salóme. Salóme segir sprungurnar allar hafa opnast innan hættusvæðis. „Þetta er undir nýju hrauni þannig að það hefði enginn staðið á þessum blett nákvæmlega en það breytir ekki þeirri viðvörun sem við höfum á svæðinu að það gætu opnast sprungur, jafnvel fyrir norðan nyrstu sprunguna þannig að það ber að hafa varúð og gætur á þessu og passa sig þegar maður er að skoða eldgosið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Sprungan sást á vefmyndavélum en ekki var unnt að staðfesta að um nýja sprungu væri að ræða fyrr en í birtingu í morgun. „Þessi nýja sprunga opnaðist nær miðja vegu milli þeirra sprungu sem opnaðist 5. apríl og þeirrar sprungu sem opnaðist á miðnætti aðfaranótt 7. apríl,“ sagði Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það var komið hraun yfir þetta svæði frá sprungunni sem er þarna lengst í norðri, en þetta kemur upp í gegnum hraunið.“ Hraunið frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali. „Það sameinast hrauntaumi sem kemur frá gígnum sem opnaðist annan í páskum og sameinast þeim hrauntaumi sem rennur niður í Geldingadali.“ „Þetta er þessi sviðsmynd sem við vorum búin að gera okkur í hugarlund um að gæti gerst. Að það myndu opnast nýjar sprungur og það eru að opnast hér sprungur liggur við annan hvern dag. Þetta er bara virkni sem við verðum að fylgjast með. Það getur verið að það sé einhver smá aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan sem er undir yfirborðinu en við þurfum bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Salóme. Salóme segir sprungurnar allar hafa opnast innan hættusvæðis. „Þetta er undir nýju hrauni þannig að það hefði enginn staðið á þessum blett nákvæmlega en það breytir ekki þeirri viðvörun sem við höfum á svæðinu að það gætu opnast sprungur, jafnvel fyrir norðan nyrstu sprunguna þannig að það ber að hafa varúð og gætur á þessu og passa sig þegar maður er að skoða eldgosið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira