Bretar fá að heimsækja krár að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 23:12 Bretar fá að heimsækja krár að nýju frá og með morgundeginum en fá þó aðeins að njóta utandyra. EPA-EFE/STRINGER Búðir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár munu opna dyr sínar fyrir gestum í Englandi á morgun. Þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í gær. Hann sagði um stórt skref í átt að „frelsi undan oki takmarkana vegna faraldursins“ að ræða. Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29