Krefjast „afdráttarlausrar og löngu tímabærrar“ afstöðu KSÍ með réttindum verkafólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 08:58 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og Drífa Snædal forseti ASÍ. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda!“ Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“ KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“
KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira