Algjört ævintýri en verkefnið orðið heldur langt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 13:00 Frá gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera pínu strembið en okkur líður ágætlega held ég,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira