Til hvers að taka þátt ef við ætlum ekki að reyna vinna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Southgate vill sjá enska landsliðið taka næsta skref. Steven Paston/Getty Images Landsliðsþjálfari Englendinga, Gareth Southgate, segir tilgangslaust að taka þátt á Evrópumótinu í sumar ef liðið ætli sér ekki að fara alla leið. „Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
„Hver er tilgangurinn að fara á mótið ef þú ætlar ekki að reyna vinna það,“ sagði Southgate í viðtali við Sky Sports í dag. Undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi árið 2018 en þjálfarinn vill gera enn betur í ár. „Auðvitað viljum við sem hópur fara og vinna mótið. Við erum með hóp leikmanna sem getur keppt við hvaða lið sem er. Ekki aðeins í dag heldur næstu árin. Þegar við settumst niður og ræddum þróun liðsins var það meðal þess sem við ræddum um.“ „Við viljum vinna, ef þú vinnur þá viltu vinna aftur. Þetta er hringrás sem tekur aldrei enda. Við höfum ekkert unnið enn en við höfum fengið mikið hrós. Við þurfum að taka þessi næstu skref.“ England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi á EM í sumar. Allir leikir liðsins munu fara fram á Wembley-vellinum í Lundúnum og verða 22.500 áhorfendur leyfðir á leikjum liðsins. „Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti og liðið á því möguleika að skrá sig í sögubækurnar. Það er áskorunin sem við - þjálfarateymið og leikmennirnir - stöndum frammi fyrir. Við vitum að það er langt síðan England náði slíkum árangri. Við höfum þróað leik okkar undanfarin ár og þurfum að halda því áfram. Við verðum að vilja vera þjóð sem er alltaf að berjast um að komast í úrslit á stórmótum því það er það sem stærstu fótboltaþjóðirnar gera.“ „Ég veit að við höfum alltaf talið okkur vera í sama flokki og þessar stærstu þjóðir en sagan er ekki endilega sammála okkur. Þessar stærstu þjóðir hafa náð árangri reglulega og farið langt í stórmótum, við þurfum að gera það líka,“ sagi Gareth Southgate að lokum. Ótrúlegt en satt ræddi hann ekkert gengi Englands á síðasta Evrópumóti en þá var Roy Hodgson við stjórnvölin. Vart þarf að minna íslensku þjóðina á hvernig leikar fóru í Nice í Frakklandi, sumarið 2016. Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn eftir 4-0 sigur Englands á Íslandi er liðin mættust á Wembley undir lok síðasta árs. Er enska landsliðið nægilega gott til að fara alla leið á Evrópumótinu í sumar?VÍSIR/GETTY
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira