Elvis Valca, 27 ára Albani sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fimmtudaginn 8. apríl, er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ekki kemur fram hvort hann hafi verið handtekinn eða gefið sig sjálfur fram.
Í tilkynningu lögreglu á fimmtudag voru þeir sem gætu veitt upplýsingar um ferðir Elvis Valca eða hefðu hugmynd um hvar hann væri að finna vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Ekki kom fram hvers vegna hans var leitað.