Guðlaug skipuð skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 17:29 Guðlaug Einarsdóttir hefur starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Samsett Heilbrigðisráðherra hefur skipað Guðlaugu Einarsdóttur skrifstofustjóra á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu. Hún tekur við starfinu af Elsu B. Friðfinnsdóttur sem hefur gegnt því embætti frá árinu 2018. Guðlaug var valin úr hópi tólf umsækjenda um embættið að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Mat nefndin Guðlaugu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Guðlaug hafi starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Frá 2011 til 2018 starfaði hún hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrst sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, síðan sem verkefnastjóri frá 2013 og sem deildarstjóri hjúkrunardeilda frá 2016. Loks starfaði hún sem ljósmóðir á tveimur sjúkrahúsum í Danmörku, samtals í rúmlega tvö ár. Með fjölbreytta starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu Í störfum sínum hjá ráðuneytinu hefur Guðlaug meðal annars unnið að aðgerðaáætlun í þjónustu við einstaklinga með heilabilun, greiningu og eftirfylgni á þörf fyrir hjúkrunarrými og stýrt starfshópi um gerð heildrænnar skýrslu um barneignarþjónustu. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að hæfnisnefnd telji Guðlaugu hafa fjölbreytta og víðtæka starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu og umtalsverða reynslu sem stjórnandi með mannaforráð. Þá hafi hún mikla þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnar, bæði úr störfum í ráðuneytinu og sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Heilbrigðistofnunar Suðurlands. Guðlaug er jafnframt sögð hafa góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Guðlaug hefur tekið mikinn þátt í erlendu samstarfi og gegnt fjölda trúnaðarstarfa en meðal annars var hún formaður Ljósmæðrafélags Íslands um sex ára skeið. Þá hefur hún haldið marga fyrirlestra og birt fjölda greina bæði í dagblöðum og tímaritum. Guðlaug er með BS próf í hjúkrun og embættispróf í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MPM próf í verkefnastjórnun og hefur hlotið alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun IPMA Level C og D. Þá er hún jafnframt með diploma frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Í mati hæfnisnefndarinnar segir að Guðlaug hafi því háskólamenntun og framhaldsmenntun á tveimur sviðum sem nýtist mjög vel í starfi. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Guðlaug var valin úr hópi tólf umsækjenda um embættið að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Mat nefndin Guðlaugu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Guðlaug hafi starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Frá 2011 til 2018 starfaði hún hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrst sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, síðan sem verkefnastjóri frá 2013 og sem deildarstjóri hjúkrunardeilda frá 2016. Loks starfaði hún sem ljósmóðir á tveimur sjúkrahúsum í Danmörku, samtals í rúmlega tvö ár. Með fjölbreytta starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu Í störfum sínum hjá ráðuneytinu hefur Guðlaug meðal annars unnið að aðgerðaáætlun í þjónustu við einstaklinga með heilabilun, greiningu og eftirfylgni á þörf fyrir hjúkrunarrými og stýrt starfshópi um gerð heildrænnar skýrslu um barneignarþjónustu. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að hæfnisnefnd telji Guðlaugu hafa fjölbreytta og víðtæka starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu og umtalsverða reynslu sem stjórnandi með mannaforráð. Þá hafi hún mikla þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnar, bæði úr störfum í ráðuneytinu og sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Heilbrigðistofnunar Suðurlands. Guðlaug er jafnframt sögð hafa góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Guðlaug hefur tekið mikinn þátt í erlendu samstarfi og gegnt fjölda trúnaðarstarfa en meðal annars var hún formaður Ljósmæðrafélags Íslands um sex ára skeið. Þá hefur hún haldið marga fyrirlestra og birt fjölda greina bæði í dagblöðum og tímaritum. Guðlaug er með BS próf í hjúkrun og embættispróf í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MPM próf í verkefnastjórnun og hefur hlotið alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun IPMA Level C og D. Þá er hún jafnframt með diploma frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Í mati hæfnisnefndarinnar segir að Guðlaug hafi því háskólamenntun og framhaldsmenntun á tveimur sviðum sem nýtist mjög vel í starfi.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent