Umhverfisstofnun hefur gefið út ráðleggingar vegna gosmengunar, sem finna má hér.
Veðurhorfur á landinu:
„Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn. Gengur í suðaustan 13-20 m/s og með talsverð rigning á morgun, en úrkomuminna norðan- og norðaustanlands. Hlýnar dálítið, hiti allt að 14 stig norðantil.“
Hugleiðingar veðurfræðings kl. 5 í morgun:
„Sunnan eða suðvestanátt í dag, 8-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir en áfram þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands. Milt í veðri, hiti víða 5 til 10 stig.
Á fimmtudag gengur svo í hvassa suðaustanátt, 13-20 m/s með talsverðri rigningu um landið sunnanvert. Einnig rigning vestanlands en þurrt og bjartara yfir fyrir norðan. Hlýnar aðeins, hiti að 14 stigum norðantil.“