Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 13:01 Flick er klár í að verða næsti þjálfari þýska landsliðsins. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00