Lykill að farsælli framtíð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. apríl 2021 16:01 Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun