Southgate hvetur menn til að haga sér í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 09:01 Landsliðseinvaldur Englands, Gareth Southgate, vill engin fíflalæti í aðdraganda EM. Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hvatt leikmenn sína til að haga sér í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í sumar. Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira
Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira