Vinir eignast barn saman og var þeim ráðlagt að reyna sjálf með lítilli sprautu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón hafa aldrei verið neitt annað en vinir en ætla nú að eignast barn saman. Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson tóku þá ákvörðun fyrir tveimur árum að eignast barn saman. Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning