Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:01 Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54